Íbúðarbyggð rísi við lystigarðinn

Byggingarsvæðið. Steypustöð BM Vallár mun flytjast annað á næstu árum. …
Byggingarsvæðið. Steypustöð BM Vallár mun flytjast annað á næstu árum. Í hennar stað mun rísa íbúðarbyggð líkt og annars staðar á Ártúnshöfðanum. mbl.is/Árni Sæberg

Reykja­vík­ur­borg tók þá stefnu­mark­andi ákvörðun fyr­ir rúm­um ára­tug að at­vinnu­starf­semi skyldi víkja af Ártúns­höfða og við Elliðaár­vog og íbúðir yrðu byggðar í staðinn.

Nokkr­ir bygg­ing­ar­reit­ir hafa verið skipu­lagðir. Íbúðir hafa risið nú þegar á sum­um þeirra eða eru í bygg­ingu á öðrum reit­um. Áformaðar eru allt að 8.000 íbúðir á Ártúns­höfða og þar munu búa um 20 þúsund manns.

Und­an­farn­ar vik­ur hef­ur verið til kynn­ing­ar í skipu­lags­gátt­inni til­laga að nýju deili­skipu­lagi fyr­ir Ártúns­höfða, svæði 7A, sem staðsett er við Breiðhöfða 3-5. Um ára­bil hef­ur starf­semi Steypu­stöðvar BM Vallár verið á þess­um reit. Sú starf­semi mun flytj­ast annað í nokkr­um áföng­um.

Sérstaða reits­ins er sú að þar er að finna glæsi­leg­an lystig­arð sem nefn­ist Forni­lund­ur. Þessi garður hef­ur eig­in­lega verið hálffal­in perla í iðnaðar­hverf­inu. Forni­lund­ur verður varðveitt­ur og op­inn al­menn­ingi.

Byggðarmynst­ur á lóðinni mun mynd­ast af þrem­ur mis­mun­andi hús­form­um sem verða 4-7 hæða bygg­ing­ar.

Í áfanga 1 er gert ráð fyr­ir allt að 180 íbúðum með val­kvæðri versl­un og þjón­ustu á 1. hæð við Breiðhöfða. Bygg­ing­ar­magn ný­bygg­inga verður 16.240 fer­metr­ar (m2).

Í sam­ræmi við áform Reykja­vík­ur­borg­ar um fé­lags­lega blönd­un verður sú kvöð á lóðinni að 20% íbúða skuli vera leigu­íbúðir, stúd­enta­í­búðir, leigu­íbúðir Fé­lags­bú­staða, bú­setu­rétta­r­í­búðir og/​eða íbúðir fyr­ir aldraða.

Fornilundur. Einstök vin í miðju iðnaðarhverfinu sem verður varðveitt.
Forni­lund­ur. Ein­stök vin í miðju iðnaðar­hverf­inu sem verður varðveitt. mbl.is/​sisi

Þétt­ing byggðar

Heild­ar­mark­mið við skipu­lag svæðis­ins er að þétta byggð og nýta land og innviði borg­ar­inn­ar bet­ur með sjálf­bærni að leiðarljósi, seg­ir í deili­skipu­lag­skynn­ingu sem unn­in er af THG arki­tekt­um og Lands­lagi.

Bíla­stæðafjöld­inn í til­lög­unni bygg­ist á sam­göngumati sem unnið er af Verkís. Þar kem­ur fram að gera þurfi ráð fyr­ir alls 464 bíla­stæðum og 1.224 hjóla­stæðum.

Forna­lund á að varðveita og ekki má raska svæðinu inn­an af­mörk­un­ar hans og ekki er leyfi­legt að byggja inn­an reits­ins. Trjá­gróður inn­an reits­ins verður verndaður.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem kom út fimmtu­dag­inn 3. apríl. Einnig má nálg­ast hana án end­ur­gjalds í Mogg­an­um, nýju appi Morg­un­blaðsins og mbl.is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert