Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um ungmenni að kasta grjóti í bíla í Laugardalnum.
Í dagbók lögreglu segir að ungmennin hafi ekki fundist.
Þá var tilkynnt um tvær líkamsárásir í umdæmi lögreglustöðvar 3 sem sinnir útköllum í Kópavogi og Breiðholti.
Annars vegar var lögregla send á vettvang með forgangi. Barefli hafði verið beitt og var gerandinn farinn af vettvangi.
Hann fannst skömmu síðar og var vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.
Hins vegar barst tilkynning um líkamsárás í Breiðholti og er málið í rannsókn.