Man ekki eftir öðru eins máli „í fljótu bragði“

Frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tvær tán­ings­stúlk­ur voru hand­tekn­ar fyr­ir stór­felld­an fíkni­efnainn­flutn­ing á Kefla­vík­ur­flug­velli fyr­ir viku. Þær flugu til Íslands frá Þýskalandi og eru með evr­ópskt rík­is­fang.

Önnur þeirra er sautján ára að verða átján, og því und­ir lögaldri, en hin er fædd árið 2005 og verður tví­tug á þessu ári.

Þær voru hand­tekn­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli 30. mars fyr­ir inn­flutn­ing á 20.000 fölsuðum Oxycont­in-töfl­um.

„Þær komu inn i landið frá Þýskalandi,“ seg­ir Úlfar Lúðvíks­son, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um, í sam­tali við mbl.is, og bæt­ir við að þær séu báðar með evr­ópskt rík­is­fang.

Óska eft­ir áfram­hald­andi gæslu­v­arðhaldi

Úlfar seg­ir að rann­sókn máls­ins sé unn­in í sam­starfi við er­lend lög­reglu­yf­ir­völd.

Gæslu­v­arðhald yfir kon­un­um er í gildi þangað til á morg­un en Úlfar ger­ir ráð fyr­ir að lög­regl­an óski eft­ir áfram­hald­andi gæslu­v­arðhaldi.

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.
Úlfar Lúðvíks­son, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um. mbl.is/Ó​ttar

Sú yngri ekki vistuð í fang­elsi

Aðspurður seg­ir Úlfar í raun ekk­ert flækj­u­stig sem fylgi því að önn­ur kvenn­anna sé und­ir lögaldri í sam­bandi við rann­sókn­ina sjálfa.

Þær séu þó vistaðar með ólík­um hætti. Sú yngri er til að mynda ekki í gæslu­v­arðhaldi í fang­elsi, ólíkt þeirri eldri.

Manstu eft­ir svona ung­um ein­stak­ling­um í svona stór­felldu fíkni­efnainn­flutn­ings­máli?

„Ekki í fljótu bragði en við erum oft með fólk í hönd­un­um sem er lögráða en und­ir tutt­ugu ára aldri, það kem­ur fyr­ir.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert