„Mikil ólga í kringum þennan viðburð“

Sigríður Björk Gujónsdóttir ríkislögreglustjóri segir mikinn hita í kringum landsleiki …
Sigríður Björk Gujónsdóttir ríkislögreglustjóri segir mikinn hita í kringum landsleiki Íslands og Ísrael. Samsett mynd

Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir rík­is­lög­reglu­stjóri seg­ir að ráðlegg­ing­ar til HSÍ um að tveir um­spils­leik­ir kvenna­landsliðsins í hand­bolta gegn Ísra­el verði spilaðir fyr­ir lukt­um dyr­um helg­ist af vinnu grein­ing­ar­deild­ar. Mik­ill hiti og nei­kvæð umræða sé í kring­um leik­ina vegna ástands­ins á Gasa­svæðinu.

Tryggja ör­yggi leik­manna og áhorf­enda 

„Við ger­um ör­ygg­is­mat fyr­ir svona viðburði og grein­ing­ar­deild met­ur það sem svo að ráðlagt sé að hafa enga áhorf­end­ur og að aug­lýsa hann ekki. Við finn­um fyr­ir því að það er mik­il ólga í kring­um þenn­an viðburð. Ráðlegg­ing­in er því til þess gerð að hægt sé að tryggja ör­yggi leik­manna og áhorf­enda, og að leik­ur­inn geti farið fram án trufl­un­ar,“ seg­ir Sig­ríður. 

HSÍ til­kynnti fyrr í dag að leik­irn­ir yrðu spilaðir án áhorf­enda og að þeir yrðu ekki aug­lýst­ir. Vísaði sam­bandið til ráðlegg­ing­ar rls. 

Mat byggt á fyr­ir­liggj­andi umræðu 

Er ein­hver sér­stök umræða sem þið eruð að vísa til þegar talað er um ólgu í tengsl­um við þenn­an viðburð?

„Við vit­um að það er reiði út í Ísra­el og við ótt­umst að hún gæti birst með ein­hverj­um hætti í tengsl­um við þessa leiki. Þetta er ráðlegg­ing af okk­ar hálfu en ekki fyr­ir­mæli. Mat okk­ar fólks er byggt á fyr­ir­liggj­andi umræðu og upp­lýs­ing­um,“ seg­ir Sig­ríður Björk.

Ekk­ert til­tekið sem er ótt­ast 

Hafið þið ein­hverja ástæðu til að ætla að ein­hver hafi eitt­hvað illt í huga í tengsl­um við lands­leik­ina?

„Nei, það er ekki þannig að það sé eitt­hvað til­tekið sem við ótt­umst. Ráðlegg­ing­in bygg­ir bara á þess­ari ólgu og að þessi at­b­urður verði nýtt­ur til að koma á fram­færi ein­hverri óánægju í garð stjórn­valda í Ísra­el.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert