Órói við Torfajökul eykst á ný

„Við erum að fylgjast með stöðunni og sjá hvað gerist,“ …
„Við erum að fylgjast með stöðunni og sjá hvað gerist,“ segir náttúruvársérfræðingur. Rax / Ragnar Axelsson

Órói á Torfa­jök­uls­svæðinu hef­ur aft­ur sótt í sig veðrið eft­ir að hafa dottið niður í gær. Sér­fræðing­ar fylgj­ast grannt með þró­un­inni, sem teng­ist lík­leg­ast breyt­ing­um í há­hita­kerfi á svæðinu.

Auk­inn órói mæld­ist einnig um há­degi í gær en datt niður skömmu síðar. Síðustu klukku­stund hef­ur óró­inn aft­ur farið stíg­andi, að sögn sér­fræðings.

„Við erum að sjá ákveðinn óróa á svæðinu eins og gerðist á laug­ar­dag. Við telj­um þetta vera tengt breyt­ingu á há­hita­svæðinu,“ seg­ir Minn­ey Sig­urðardótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is.

Auk þess hafa nokkr­ir skjálft­ar gert vart við sig á svæðinu síðustu klukku­stund, sum­ir yfir 1 að stærð, sam­kvæmt vef Veður­stof­unn­ar.

Landris mælst 2023, en fátt gerst síðan

Að sögn Minn­eyj­ar stend­ur at­b­urður­inn enn yfir og Veður­stof­an held­ur áfram að fylgj­ast með þróun mála. Aðspurð seg­ist hún þó ekki vera til­efni til þess að bú­ast við eld­gosi að svo stöddu.

„Við erum ekk­ert að túlka þetta á einn eða ann­an hátt akkúrat núna. Sér­fræðing­arn­ir fá að túlka þetta bet­ur á morg­un. En við erum að fylgj­ast með stöðunni og sjá hvað ger­ist.“

Síðasta gos í Torfa­jökli varð árið 1477 og myndaði þá Lauga­hraun og Náms­hraun. Sum­arið 2023 mæld­ist landris í Torfa­jök­ul­seld­stöðinni en lítið frétt­næmt hef­ur gerst í þeim efn­um síðan þá.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert