Þrír grunaðir um hópnauðgun í Reykjavík

Lögregla segir að rannsókn miði vel.
Lögregla segir að rannsókn miði vel. Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Lög­regla hef­ur til rann­sókn­ar meinta hópnauðgun í Reykja­vík fyr­ir tveim­ur vik­um.

Þrír voru hand­tekn­ir vegna máls­ins og sátu í gæslu­v­arðhaldi í fimm daga. Bylgja Hrönn Bald­urs­dótt­ir, lög­reglu­full­trúi hjá kyn­ferðis­brota­deild lög­regl­unn­ar, staðfest­ir þetta við mbl.is.

Að sögn henn­ar miðar rann­sókn­in vel en hún get­ur að öðru leyti ekki tjáð sig efn­is­lega um málið.

RÚV greindi fyrst frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert