Lögregla hefur til rannsóknar meinta hópnauðgun í Reykjavík fyrir tveimur vikum.
Þrír voru handteknir vegna málsins og sátu í gæsluvarðhaldi í fimm daga. Bylgja Hrönn Baldursdóttir, lögreglufulltrúi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar, staðfestir þetta við mbl.is.
Að sögn hennar miðar rannsóknin vel en hún getur að öðru leyti ekki tjáð sig efnislega um málið.
RÚV greindi fyrst frá.