Áhyggjur af mengun í Varmá

Reykjafoss í Varmá sem rennur um Hveragerði.
Reykjafoss í Varmá sem rennur um Hveragerði. mbl.is/Sigurður Bogi

„Við höf­um áhyggj­ur af þessu, þetta er hluti af um­hverfi íbúa í Ölfusi og gesta þeirra. Áin renn­ur fram hjá nokkuð þétt­býlu svæði, eins og Bæj­arþorp­inu og Blá­engi þar sem all­nokkr­ir búa. Síðan er þetta veiðiá og við höf­um verið að beina því til ná­granna okk­ar í Hvera­gerði að gera gangskör í því að bæta úr þess­um mál­um og við von­umst til að það sé að ganga eft­ir.“

Þetta seg­ir Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Ölfusi, í sam­tali við Morg­un­blaðið, en leitað var viðbragða hans við mikl­um fiski­dauða í Varmá sem renn­ur um Hvera­gerði og Ölfus.

Í síðustu viku urðu menn var­ir við dauðan sil­ung í Varmá og var talið að um um­tals­verðan fjölda fiska væri að ræða, en í ánni er tal­inn vera ein­hver stærsti sjó­birt­ings­stofn á Suður­landi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem meng­un­ar­slys hend­ir, en veiði hef­ur verið bönnuð í Varmá síðustu tvö sum­ur vegna meng­un­ar­vanda­mála. Ekki verður leyft að veiða í ánni fyrr en skolp­hreins­un í Hvera­gerði verður kom­in í lag. Að þessu sinni er meng­un­ar­slysið rakið til þess að klór­blandað vatn hafi borist í ána frá sund­laug Hver­gerðinga. Seg­ir Ingi­mund­ur Bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Stanga­veiðifé­lags Reykja­vík­ur, sem er með veiðirétt­inn á leigu, að þetta sé í þriðja skiptið sem meng­un­ar­slys verður í ánni af völd­um klórs úr sund­laug­inni.

„Hvera­gerði hef­ur verið að stækka mikið á sein­ustu árum og Var­má­in sem viðtaki ræður ekki við hvernig frá frá­rennslis­mál­um er gengið. Það þarf að laga það hratt og ör­ugg­lega,“ seg­ir Elliði og seg­ir að málið hafi verið rætt við Hver­gerðinga og gott sam­starf sé á milli aðila.

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag. Einnig má nálg­ast hana án end­ur­gjalds í Mogg­an­um, nýju appi Morg­un­blaðsins og mbl.is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert