Alma boðaði til skyndifundar

Heilbrigðisráðherra segir lífsspursmál að gera allt sem hægt er til …
Heilbrigðisráðherra segir lífsspursmál að gera allt sem hægt er til að fyrirbyggja að efnið komist inn á fíkniefnamarkaðinn og jafnframt að vera viðbúin ef það gerist til að sporna við alvarlegum afleiðingum. mbl.is/Eyþór Árnason

Heil­brigðisráðuneytið efndi til skyndi­fund­ar í dag með full­trú­um Lyfja­stofn­un­ar, Land­spít­ala, embætti land­lækn­is, tolla­yf­ir­valda, lög­regl­unn­ar, Rann­sókn­ar­stofu í lyfja- og eit­ur­efna­fræði, Af­stöðu og Matt­hildi skaðam­innk­un, um leiðir til að bregðast við inn­flutn­ingi ólög­legra og lífs­hættu­legra ópíóíða.

Til­efnið var hald­lagn­ing Tolls­ins á miklu magni af fölsuðum töfl­um sem litu út eins og oxycont­in (80 mg.) en inni­héldu nitazene. Nitazene er mjög sterk­ur ópíóíði sem fram­leidd­ur er á ólög­leg­um til­rauna­stof­um.

Vegna mik­ils styrks efn­is­ins, er veru­leg hætta á önd­un­ar­stoppi hjá þeim sem neyta þess sem leitt get­ur til dauða. Eru þess mörg dæmi víða um Evr­ópu þar sem efnið hef­ur kom­ist í um­ferð á ólög­leg­um fíkni­efna­markaði.

Nitazene er mjög sterkur ópíóíði sem framleiddur er á ólöglegum …
Nitazene er mjög sterk­ur ópíóíði sem fram­leidd­ur er á ólög­leg­um til­rauna­stof­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Fyr­ir­byggja þarf að efnið kom­ist á markaðinn

Alma D. Möller heil­brigðisráðherra seg­ir lífs­spurs­mál að gera allt sem hægt er til að fyr­ir­byggja að efnið kom­ist inn á fíkni­efna­markaðinn og jafn­framt að vera viðbúin ef það ger­ist til að sporna við al­var­leg­um af­leiðing­um.

„Reglu­bund­in vökt­un inn­lendra aðila og sam­starf við er­lend­ar eft­ir­lits­stofn­an­ir eru for­senda skjótra viðbragða ef ný hættu­leg efni kom­ast í um­ferð, hér­lend­is eða er­lend­is. Slík­um viðbragðshópi þarf að koma á fót án taf­ar, ásamt fleiri aðgerðum til að fyr­ir­byggja eða lág­marka skaða“ seg­ir ráðherr­ann.

Á fund­in­um í dag voru til­lög­ur að taf­ar­laus­um aðgerðum rædd­ar, m.a. með hliðsjón af minn­is­blaði frá Matt­hildi skaðam­innk­un og Af­stöðu til ráðuneyt­is­ins. Helstu atriði sem þar voru rædd eru: 

  • Stofn­un vökt­un­ar­hóps
  • Aukið aðgengi að hraðpróf­um sem mæla Nitazene
  • Aukið aðgengi að Naloxo­ne (mót­efni)
  • Aðgengi skaðam­innk­andi þjón­ustu­veit­enda til að mæla efni í um­ferð sem tal­in eru hættu­leg
  • Sam­eig­in­legt verklag um snemm­tæka viðvör­un
  • Fræðsla um skaðsemi Nitazene fyr­ir not­end­ur vímu­efna, viðbragðsaðila, heil­brigðis­starfs­fólk o.fl.

Í er­indi Lyfja­stofn­un­ar til heil­brigðisráðuneyt­is­ins síðastliðinn föstu­dag kom fram að þetta af­brigði af nitazene væri ekki meðal þeirra ólög­legu efna sem til­greind eru í fylgiskjali með reglu­gerð 333/​2001 um áv­ana- og fíkni­efni og önn­ur eft­ir­lits­skyld efni.

Heil­brigðisráðuneytið setti sam­dæg­urs reglu­gerð með upp­færslu á fylgiskjal­inu og öðlaðist hún þegar gildi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert