Andlát: Friðrik Ólafsson, skákmeistari

Friðrik Ólafs­son, skák­meist­ari og fyrr­ver­andi skrif­stofu­stjóri Alþing­is, lést á líkn­ar­deild Land­spít­al­ans 4. apríl, 90 ára að aldri.

Friðrik fædd­ist 26. janú­ar 1935 í Reykja­vík og ólst þar upp. For­eldr­ar hans voru Sig­ríður Ágústa Dorot­hea Sím­ons­dótt­ir hús­móðir og Ólaf­ur Friðriks­son skrif­stofumaður.

Friðrik lauk stúd­ents­prófi frá MR 1955 og lög­fræðiprófi frá HÍ árið 1968. Hann var full­trúi í dóms- og kirkju­málaráðuneyt­inu frá 1968-1974, for­seti Alþjóðaskák­sam­bands­ins 1978-1982, rit­stjóri Laga­safns Íslands 1982-1983 og skrif­stofu­stjóri Alþing­is 1984-2005.

Friðrik átti stór­brot­inn skák­fer­il að baki og varð sex sinn­um Íslands­meist­ari í skák, fyrst árið 1952. Hann varð Norður­landa­meist­ari 1953 og 1971, alþjóðleg­ur skák­meist­ari 1956 og fyrsti ís­lenski stór­meist­ar­inn í skák árið 1958. Hann varð sig­ur­veg­ari á skák­mót­inu í Hastings 1955 og 1956, í Beverwijk í Hollandi 1959, í Mari­anske Kasne í Tékkó­slóvakíu 1961, á alþjóðleg­um skák­mót­um í Reykja­vík 1966, 1972 og 1976 og á Wijk an Zee í Hollandi 1975.

Friðrik veitti for­stöðu Skák­skóla Friðriks Ólafs­son­ar 1982-1984 og sat í nefnd mennta­málaráðuneyt­is­ins 1989 sem vann að und­ir­bún­ingi frum­varps til laga um Skák­skóla Íslands og stór­meist­ara­laun.

Friðrik var sæmd­ur ridd­ara­krossi Hinn­ar ís­lensku fálka­orðu 1972 og stór­ridd­ara­krossi Hinn­ar ís­lensku fálka­orðu 1980. Árið 2015 var hann út­nefnd­ur heiðurs­borg­ari Reykja­vík­ur og gerður aðal­heiðurs­fé­lagi alþjóðaskák­sam­bands­ins.

Friðrik gaf út þrjár bæk­ur um skák. Bók­ina Lærið að tefla, ásamt Ingvari Ásmunds­syni, 1958, Heims­meist­ara­ein­vígið í skák, ásamt Frey­steini Jó­hanns­syni, 1972, og Við skák­borðið í ald­ar­fjórðung, 1976.

Eig­in­kona Friðriks er Auður Júlí­us­dótt­ir. Börn þeirra eru Berg­ljót Friðriks­dótt­ir og Áslaug Friðriks­dótt­ir.

Barna­börn­in eru fimm tals­ins og langafa­börn­in fimm.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert