Aukafundur í bæjarstjórn vegna skammtímaláns

Reykjanesbær hefur þurft að sækja lán að undanförnu. Staðgengill bæjarstjóra …
Reykjanesbær hefur þurft að sækja lán að undanförnu. Staðgengill bæjarstjóra segir framkvæmdir ganga vel. Samsett mynd/Sigurður Bogi/Eggert

Í liðinni viku var bæj­ar­stjórn Reykja­nes­bæj­ar kölluð á auka­fund til þess að óska eft­ir skamm­tíma­láni allt að ein­um millj­arði króna. Á fundi bæj­ar­ráðs deg­in­um á und­an var óskað eft­ir heim­ild fyr­ir lang­tíma­láni upp á 2,5 millj­arða króna, meðal ann­ars til að greiða niður skamm­tíma­lánið.

Þetta kem­ur fram í fund­ar­gerðum bæj­ar­stjórn­ar og bæj­ar­ráðs.

Á föstu­dag­inn fór auka­fund­ur bæj­ar­stjórn­ar fram og þar samþykktu all­ir bæj­ar­full­trú­ar að sækj­ast eft­ir skamm­tíma­láni hjá Íslands­banka upp á einn millj­arð króna, með loka­gjald­daga þann 31. des­em­ber 2025.

„Lán­taka er ætluð til að brúa tíma­bil á meðan lang­tíma­fjár­mögn­un sveit­ar­fé­lags­ins stend­ur yfir,“ seg­ir í fund­ar­gerðinni.

Sækj­ast aft­ur eft­ir lang­tíma­láni upp á 2,5 millj­arða

Eins og mbl.is greindi frá 14. fe­brú­ar þá sótt­ist bær­inn einnig eft­ir láni upp á einn millj­arð króna vegna lausa­fjár­vanda. Þetta er ekki millj­arður ofan á þann millj­arð held­ur er í raun verið að fram­lengja heim­ild­ina til að taka skamm­tíma­lánið.

Á fundi bæj­ar­ráðs á fimmtu­dag­inn í síðustu viku var einnig samþykkt að leita að lang­tíma­fjár­mögn­un fyr­ir Reykja­nes­bæ allt að 2,5 millj­örðum króna hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga.

„[...] Til að greiða upp skamm­tíma­fjár­mögn­un sem tek­in var á ár­inu 2025 og vegna fram­kvæmda á fjár­fest­ingaráætl­un 2025 sem ekki náðist að dreifa á árið,“ seg­ir í fund­ar­gerð bæj­ar­ráðs frá 3. apríl.

Ætla má að bæj­ar­stjórn taki málið fyr­ir á sín­um næsta bæj­ar­stjórn­ar­fundi. 

Ekki er langt síðan Reykja­nes­bær sótt­ist eft­ir 2,5 millj­örðum króna í lang­tíma­lán en það gerðist líka 19. nóv­em­ber 2024. Er því um að ræða fimm millj­arða í lang­tíma­lán á fimm mánaða tíma­bili.

Fjár­fest­ing­ar, kjara­samn­ing­ar og ógreidd­ir reikn­ing­ar hafa áhrif

Hall­dóra Fríða Þor­valds­dótt­ir, staðgeng­ill bæj­ar­stjóra og odd­viti Fram­sókn­ar, seg­ir að í næstu viku komi bók­un á bæj­ar­stjórn­ar­fundi þar sem ít­ar­legri út­skýr­ing verður gerð á því af hverju bær­inn hef­ur þurft að ráðast í þess­ar lán­tök­ur. 

„Við erum í gríðarleg­um fjár­fest­ing­um núna, að opna tvo nýja leik­skóla, klára íþrótta­húsið og sund­laug­ina við Stapa­skóla, Holta­skóla og Myllu­bakka­skóla svo eitt­hvað sé nefnt. Þannig að það er svona fram­hlaðinn kostnaður á þessu ári. Við gerðum ráð fyr­ir tæp­lega tveim­ur millj­örðum í fram­kvæmd­ir á þessu ári en það er búið að ganga vel í fram­kvæmd­um núna í upp­hafi árs og við erum búin að fjár­festa nú þegar fyr­ir um 1.450 millj­ón­ir,“ seg­ir Hall­dóra Fríða í sam­tali við mbl.is og bæt­ir við:

„Svo eru ný­gerðir kjara­samn­ing­ar við kenn­ara og úti­stand­andi háir reikn­ing­ar sem við eig­um eft­ir að fá greidda frá rík­inu sem hafa áhrif.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert