Magnús Davíð Norðdahl, borgarfulltrúi Pírata, fór um mánaðamótin í ótímabundið veikindaleyfi frá störfum í borgarstjórn.
Þetta kemur fram í bréfi Magnúsar Davíðs sem barst forsætisnefnd Reykjavíkurborgar 2. apríl. Í samtali við mbl.is segist hann ekki vilja fara nánar út í þau veikindi. Vísir greindi fyrst frá.
Magnús hefur setið í borgarstjórn síðan 2022 og er einn þriggja borgarfulltrúa flokksins. Í bréfinu segir að hann verði í leyfi frá og með 31. mars.
Borgarfulltrúar halda launum sínum í allt að eitt ár séu þeir forfallaðir frá störfum vegna slyss eða veikinda, samkvæmt samþykkt Reykjavíkur um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa.