Borgarfulltrúi Pírata í ótímabundið veikindaleyfi

Magnús Davíð Norðdahl, borgarfulltrúi Pírata.
Magnús Davíð Norðdahl, borgarfulltrúi Pírata. Ljósmynd/Aðsend

Magnús Davíð Norðdahl, borg­ar­full­trúi Pírata, fór um mánaðamót­in í ótíma­bundið veik­inda­leyfi frá störf­um í borg­ar­stjórn.

Þetta kem­ur fram í bréfi Magnús­ar Davíðs sem barst for­sæt­is­nefnd Reykja­vík­ur­borg­ar 2. apríl. Í sam­tali við mbl.is seg­ist hann ekki vilja fara nán­ar út í þau veik­indi. Vís­ir greindi fyrst frá.

Magnús hef­ur setið í borg­ar­stjórn síðan 2022 og er einn þriggja borg­ar­full­trúa flokks­ins. Í bréf­inu seg­ir að hann verði í leyfi frá og með 31. mars.

Borg­ar­full­trú­ar halda laun­um sín­um í allt að eitt ár séu þeir for­fallaðir frá störf­um vegna slyss eða veik­inda, sam­kvæmt samþykkt Reykja­vík­ur um kjör og starfsaðstöðu kjör­inna full­trúa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert