Carbfix svarar fyrir sig vegna áforma á Húsavík

Carbfix segir að frummat á hættu á skjálftavirkni sé eitt …
Carbfix segir að frummat á hættu á skjálftavirkni sé eitt af fyrstu skrefum sem tekin eru fyrir öll svæði sem koma til greina fyrir starfsemi Carbfix. Ljósmynd/Aðsend

For­svars­menn Car­bfix segja að niður­dæl­ing kolt­ví­sýr­ings hafi ekki or­sakað örvaða jarðskjálfta­virkni vegna „þess hversu grunnt er dælt niður og á lág­um þrýst­ingi og ekki stend­ur til að breyta því.“

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Car­bfix í kjöl­far þess að Har­ald­ur Sig­urðsson eld­fjalla­fræðing­ur varaði við áform­um Car­bfix á Bakka á Húsa­vík.

„Skjálfta­virkni í og við Húsa­vík er vel þekkt. Car­bfix tek­ur und­ir með Har­aldi Sig­urðssyni að taka þarf af all­an vafa um áhrif verk­efn­is Car­bfix í Norðurþingi og er það gert með yf­ir­grips­miklu mati á aðstæðum á svæðinu,“ seg­ir í til­kynn­ingu Car­bfix.

Car­bfix er með áform um að reisa svo­kallaða coda-stöð á Bakka. 

Koma niður­dæl­ingu fyr­ir í ör­uggri fjar­lægð

Fram kem­ur að rann­sókn­ar­vinna í tengsl­um við verk­efnið sé nýhaf­in og að unnið sé að staðar­vali fyr­ir mögu­legt niður­dæl­ing­ar­svæði í sam­starfi við sér­fræðinga ÍSOR.

Mark­miðið sé að koma fyr­ir niður­dæl­ingu í ör­uggri fjar­lægð frá virk­um svæðum.

„Þá er frummat á hættu á skjálfta­virkni eitt af fyrstu skref­um sem tek­in eru fyr­ir öll svæði sem koma til greina fyr­ir starf­semi Car­bfix, bæði hér­lend­is og er­lend­is. Við hlökk­um til að deila niður­stöðum úr kom­andi rann­sókn­ar­vinnu þegar þær liggja fyr­ir á næstu mánuðum,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert