„Engar lokanir og lífið gengur sinn vanagang“

Horft til norðurs yfir Grindavík og í átt að gosinu …
Horft til norðurs yfir Grindavík og í átt að gosinu fyrir viku síðan en gosið var það stysta frá upphafi goshrinunnar á Sundhnúkagígaröðinni. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er allt ró­legt í Grinda­vík. Það eru eng­ar lok­an­ir í gangi og lífið þar geng­ur sinn vana­gang,“ seg­ir Úlfar Lúðvíks­son, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um, í sam­tali við mbl.is.

Í dag er vika liðin frá því átt­unda eld­gosið á Sund­hnúkagígaröðinni hófst frá því gos­hrin­an þar hófst í des­em­ber 2023. Eld­gosið stóð rétt yfir í um 6 klukku­stund­ir sem ger­ir það stysta eld­gosið í þess­ari gos­hrinu á Sund­hnúkagígaröðinni.

Úlfar seg­ir að at­vinnu­starf­sem­in í bæn­um sé með þeim hætti sem hún hef­ur verið und­an­farn­ar vik­ur og mánuði og að jafnaði sé gist í 40 til 50 hús­um í bæn­um.

„Staðan í bæn­um er svipuð eins og hún hef­ur verið. Gosið varð sem bet­ur fer hálfræf­ils­legt og þetta fór allt bet­ur en á horfðist til að byrja með. En svo er bara spurn­ing hvað ger­ist í fram­hald­inu. Vís­inda­menn tala um að landris sé hafið á nýj­an leik og vænt­an­lega tek­ur það ein­hverja daga að meta stöðuna og lesa í upp­lýs­ing­arn­ar,“ seg­ir Úlfar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert