Fá 725 milljóna króna stuðning

Sumarið í fyrra var það kaldasta á landsvísu síðan árið …
Sumarið í fyrra var það kaldasta á landsvísu síðan árið 1998. mbl.is/Atli Vigfússon

Rík­is­stjórn­in hef­ur samþykkt að til­lögu Hönnu Katrín­ar Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra að verja allt að 725 millj­ón­um króna  til stuðnings við bænd­ur sem urðu fyr­ir tjóni vegna óvana­legs og erfiðs tíðarfars á land­inu sum­arið 2024. 

Frá þessu er greint á vef Stjórn­ar­ráðsins en þar seg­ir að sum­arið hafi verið óvenju kalt sam­kvæmd upp­lýs­ing­um frá Veður­stofu Íslands eða það kald­asta á landsvísu síðan árið 1998.

Stuðning­ur verður tvíþætt­ur, ann­ars veg­ar vegna afurða- og gripa­tjóns sem at­vinnu­vegaráðuneytið ann­ast og hins veg­ar vegna tjóns á hey og upp­skeru sem fell­ur und­ir hlut­verk Bjargráðasjóðs. Gert er ráð fyr­ir að stuðning­ur verði greidd­ur til ríf­lega 300 búa.

Áætlað er að tæp 60% af heild­arstuðningi fari til fram­leiðenda á Norður- og Aust­ur­landi en þau lands­svæði urðu verst úti í kuldakast­inu í júní 2024. Þá er áætlað að um 35% stuðnings­ins fari til fram­leiðenda á Suður­landi þar sem rign­ing og kuldi ollu miklu tjóni á upp­skeru.

Fæðuör­yggi er stórt ör­ygg­is­mál fyr­ir okk­ur á óvissu­tím­um. Inn­lend mat­væla­fram­leiðsla spil­ar þar lyk­il­hlut­verk. Því koma stjórn­völd til móts við bænd­ur til að minnka þau áföll sem varð á búum í kjöl­far kuldakasts­ins,“ seg­ir Hanna Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert