Kristrún ein í framboði til formanns

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fær ekki mótframboð á landsfundi Samfylkingarinnar.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fær ekki mótframboð á landsfundi Samfylkingarinnar. mbl.is/Karítas

Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og for­sæt­is­ráðherra, verður ein í fram­boði til for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á lands­fundi flokks­ins sem hald­inn verður um næstu helgi.

Frest­ur til að skila inn fram­boði rann út á miðnætti 4. apríl síðastliðinn.

Kristrún tók við sem formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á lands­fundi 28. októ­ber 2022 og í stefnuræðu sinni á þeim tíma sagði hún: „Ég bauð mig fram til for­manns til að leiða breyt­ing­ar: Fyrst í flokkn­um okk­ar og svo í rík­is­stjórn,“ að seg­ir í til­kynn­ingu.

Lands­fund­ur­inn verður hald­inn í Stúd­íó Fossa­leyni í Grafar­vogi dag­ana 11. og 12. apríl. 

Á dag­skrá fund­ar­ins eru m.a. kosn­ing­ar í öll embætti flokks­ins, al­menn­ar umræður, breyt­ing­ar­til­lög­ur á stefnu, hátíðar­er­indi og 25 ára af­mæl­is­fögnuður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar þar sem m.a. all­ir fyrr­ver­andi for­menn flokks­ins koma sam­an. 

Enn er hægt að bjóða sig fram í önn­ur embætti en for­manns, en fram­boðsfrest­ur í þau er til 11. apríl kl. 15.30.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert