Kviknaði í grillskýli og gestahúsi

Sumarbústaðabyggð í landi Úthlíðar í Biskupstungum.
Sumarbústaðabyggð í landi Úthlíðar í Biskupstungum. mbl.is/Golli

Eld­ur kom upp við sum­ar­bú­stað í Úthlíð í Árnes­sýslu í kvöld. Eng­an sakaði en gesta­hús við bú­staðinn er illa farið eft­ir brun­ann.

Lár­us Krist­inn Guðmunds­son, varaslökkviliðsstjóri hjá Bruna­vörn­um Árnes­sýslu, seg­ir í sam­tali við mbl.is að upp úr kl. 20 hafi eld­ur kviknað í grill­skýli sem var uppi við gesta­hús sum­ar­bú­staðar á svæðinu.

„Eld­ur­inn náði að læsa sig í gesta­hús­inu,“ seg­ir Lár­us en fólk var í bú­staðnum þegar eld­ur­inn varð og hringdi á bruna­varn­ir.

Slökkvilið frá Lauga­vatni, Reyk­holti og Sel­fossi var ræst út á vett­vang og tókst að slökkva eld­inn fyr­ir kl. 22 í kvöld.

Lár­us seg­ir að mikið tjón sé á grill­skýl­inu og gesta­hús­inu en sum­ar­bú­staður­inn sjálf­ur hafi sloppið.

Aft­ur á móti komst eld­ur í gróður á svæðinu að sögn varaslökkviliðsstjór­ans. Tókst slökkviliðsmönn­um að ráða niður­lög­um hans nokkuð skjótt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert