Máttu ekki segja plástra minnka stress og kvíða

Í ákvörðun Neytendastofu segir að fyrirtækið hafi ekki fært fullnægjandi …
Í ákvörðun Neytendastofu segir að fyrirtækið hafi ekki fært fullnægjandi sönnun fyrir fullyrðingunum. Myndin er úr safni. Ljósmynd/Colourbox

Neyt­enda­stofa hef­ur sektað net­versl­un­ina sifversl­un.is um 100 þúsund krón­ur vegna full­yrðinga um að NatPat-plástr­ar sem fyr­ir­tækið sel­ur geti læknað ýmsa kvilla. Fyr­ir­tæk­inu er jafn­framt bannað að viðhafa slíka vill­andi viðskipta­hætti.

Neyt­enda­stofu barst ábend­ing vegna full­yrðinga Sif Versl­un­ar ehf. sem birt­ust í net­versl­un fé­lags­ins. Þar var því meðal ann­ars haldið fram að NatPat-plástr­ar gætu aukið svefn­gæði, minnkað stress, þung­lyndi, kvíða og þreytu auk þess að vera full­komn­ir fyr­ir þá sem vant­ar hjálp við ein­kenni kvíða, ADHD, ein­hverfu eða bara róa barn sem hef­ur of mikla orku.

Sektin er upp á 100 þúsund krónur.
Sekt­in er upp á 100 þúsund krón­ur. mbl.is/​Golli

Gerðu breyt­ing­ar við meðferð máls­ins

Í ákvörðun Neyt­enda­stofu seg­ir að fyr­ir­tækið hafi ekki fært full­nægj­andi sönn­un fyr­ir full­yrðing­un­um en meðan á meðferð máls­ins stóð gerði fé­lagið þó breyt­ing­ar á net­versl­un­inni sem fól í sér að ein­staka full­yrðing­ar voru fjar­lægðar.

Taldi Neyt­enda­stofa full­yrðing­arn­ar veita rang­ar upp­lýs­ing­ar um helstu ein­kenni NatPat-plástr­anna sem væru lík­leg­ar til að valda því að hinn al­menni neyt­andi tæki viðskipta­ákvörðun sem hann myndi ekki ann­ars hafa tekið.

Þá taldi Neyt­enda­stofa að með birt­ingu full­yrðinga um virkni NatPat-plástra hafi fé­lagið haldið því rang­lega fram að vör­urn­ar gætu læknað sjúk­leika eða rösk­un á líf­færa­starf­semi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert