Minnist stórbrotins skákmeistara

Helgi Ólafsson stórmeistari.
Helgi Ólafsson stórmeistari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Hann var sann­ur brautryðjandi skák­list­ar­inn­ar á Íslandi og vakti korn­ung­ur at­hygli fyr­ir glæsi­leg tilþrif á skák­mót­um hér á landi og víða er­lend­is. Hvert af­rekið rak annað þar til hann var út­nefnd­ur stór­meist­ari og komst í hóp áskor­enda til heims­meist­aratign­ar á mill­i­svæðamót­inu í Portoroz árið 1958.“

Þetta seg­ir Helgi Ólafs­son stór­meist­ari er hann minn­ist Friðriks Ólafs­son­ar, skák­meist­ara og fyrr­ver­andi skrif­stofu­stjóra Alþing­is, sem lést 4. apríl síðastliðinn.

Friðrik átti stór­brot­inn skák­fer­il að baki. Hann varð sex sinn­um Íslands­meist­ari í skák, fyrst árið 1952. Hann varð alþjóðleg­ur skák­meist­ari 1956 og fyrsti ís­lenski stór­meist­ar­inn 1958. Friðrik var kos­inn for­seti Alþjóðaskák­sam­bands­ins 1978, sem Helgi seg­ir lýsa því hve mik­ill­ar virðing­ar hann naut á alþjóðavett­vangi.

Helgi skrifaði skák­ævi­sögu Friðriks: Friðrik Ólafs­son fyr­ir nokkr­um árum en þar var skák­fer­ill hans rak­inn. Helgi seg­ir Friðrik hafa verið góða fyr­ir­mynd og lyft skák­inni í mik­inn virðing­arsess hér á landi. Hann seg­ir bestu skák­ir Friðriks hafa þótt bæði glæsi­leg­ar og glæfra­leg­ar tefld­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert