Rekur fleyg í samstarfið innan Viðreisnar

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Einn af helstu trúnaðarmönn­um Viðreisn­ar seg­ir fyr­ir­ætlan­ir rík­is­stjórn­ar Kristrún­ar Frosta­dótt­ur um að tvö­falda veiðigjöld á út­gerðarfyr­ir­tæki í land­inu reka fleyg í sam­starf Viðreisn­ar.

    Þetta kem­ur fram í viðtali á vett­vangi Spurs­mála þar sem Gylfi Ólafs­son, formaður bæj­ar­ráðs Ísa­fjarðarbæj­ar er meðal gesta. Gylfi sit­ur í bæj­ar­stjórn fyr­ir hönd Í-lista en hann hef­ur lengi verið flokks­bund­inn í Viðreisn og gegndi meðal ann­ars starfi aðstoðar­manns Bene­dikts Jó­hann­es­son­ar, þáver­andi fjár­málaráðherra. Bene­dikt er stofn­andi flokks­ins.

    Ugg­andi yfir fyr­ir­ætl­un­um stjórn­valda

    Gylfi viður­kenn­ir að Vest­f­irðing­ar séu ugg­andi yfir fyr­ir­ætl­un­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar og að ef af skatt­heimt­unni verði í óbreyttri mynd muni það hafa nei­kvæð áhrif á at­vinnu­líf á Vest­fjörðum.

    Trú­ir því ekki að það fari óbreytt í gegn

    Hann seg­ist ekki trúa því að frum­varpið fari óbreytt í gegn. Á sama tíma minn­ir hann á að fyrri rík­is­stjórn hafi einnig lagt stein í götu at­vinnu­lífs fyr­ir vest­an, meðal ann­ars með auk­inni skatt­heimtu á skemmti­ferðaskip en einnig með því að trappa hraðar og meira upp fisk­eld­is­gjöld en áætlan­ir gerðu upp­haf­lega ráð fyr­ir.

    Hanna Katrín Friðriksson og Gylfi Ólafsson.
    Hanna Katrín Friðriks­son og Gylfi Ólafs­son. mbl.is/​sam­sett mynd

    Hleypt illu blóði í marga

    Ásamt Gylfa er viðmæl­andi þátt­ar­ins Ragn­ar Sig­urðsson, formaður bæj­ar­ráðs Fjarðabyggðar. Það embætti verm­ir hann fyr­ir hönd Sjálf­stæðis­flokks­ins.

    Ljóst er að frum­varpið sem Hanna Katrín Friðriks­son, at­vinnu­vegaráðherra hef­ur kynnt í sam­ráðsgátt hef­ur hleypt illu blóði í marg­an lands­byggðar­mann­inn og er talið víst að hin aukna gjald­taka sem yrði sam­fara samþykkt frum­varps­ins í nú­ver­andi mynd, myndi hafa mjög al­var­leg­ar af­leiðing­ar á af­komu fisk­verk­enda hring­inn í kring­um landið.

    Arna Lára Jónsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi og fyrrverandi bæjarstjóri …
    Arna Lára Jóns­dótt­ir, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Norðvest­ur­kjör­dæmi og fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri Ísa­fjarðar. mbl.is

    Gamli bæj­ar­stjór­inn horf­inn?

    Erfitt hef­ur verið að ná í þing­menn stjórn­ar­meiri­hlut­ans á Alþingi. Þannig hef­ur Arna Lára Jóns­dótt­ir, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Norðvest­ur­kjör­dæmi og fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri á Ísaf­irði, ekki svarað sí­end­ur­tekn­um póst- og skila­boðasend­ing­um, auk sím­tala frá Spurs­mál­um.

    Viðtalið við Gylfa og Ragn­ar má sjá og heyra í heild sinni hér að neðan:

    mbl.is

    Bloggað um frétt­ina

    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert