Rima Apótek ódýrast apóteka í almennum vörum

Rima Apótek er ódýrasta apótekið í nýjum samanburði verðlagseftirlits Alþýðusambands …
Rima Apótek er ódýrasta apótekið í nýjum samanburði verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands. Ljósmynd/Colourbox

Rima Apó­tek er ódýr­asta apó­tekið í nýj­um sam­an­b­urði verðlags­eft­ir­lits Alþýðusam­bands Íslands.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá ASÍ en þar seg­ir að til skoðunar hafi verið aðrar vör­ur en lyf, þær vör­ur sem finna má frammi í versl­un­inni. Borg­ar Apó­tek og Lyfja­búrið höfnuðu þátt­töku, en á grund­velli þeirra gagna sem þar var aflað eru þau annað og þriðja dýr­asta apó­tek lands­ins.  

Nokkru get­ur munað á verði eft­ir því hvaða vör­ur eru skoðaðar. Til dæm­is er Lyfja­val að meðaltali 15% dýr­ara en ódýr­asti kost­ur­inn, en Better You-fæðubót­ar­efni kosta að meðaltali 35% meira í Lyfja­val en þar sem þau eru ódýr­ust – sem er iðulega í Rima Apó­teki. Aft­ur á móti voru New Nordic-vör­ur að jafnaði ódýr­ast­ar í Lyfja­vali.

Get­ur borgað sig að bera sam­an verð

Ýmsar vör­ur sem seld­ar eru í apó­tek­um má einnig finna í lág­vöru­verðsversl­un­um, svo dæmi séu tek­in:

· Ni­vea augn­hreins­ir (x-gentle, 125 ml) kostaði 2.281 kr. í Borg­ar Apó­teki en 479 kr. í Bón­us, næst­um fimm­fald­ur mun­ur. Var­an kostaði einni krónu meira í Krón­unni en Bón­us.

· By My Be­ard skegg­sjampó kostaði 1.990 kr. í Íslands­Apó­teki en 349 kr. í Nettó, næst­um sex­fald­ur mun­ur.

· Gill­ette Cool Wave svita­lyktareyðir kostaði tæp­ar 1.400 kr. í flest­um apó­tek­um, en aðeins 598 kr. í Bón­us og 599 kr. í Krón­unni.

· Car­efree flexi- inn­legg kostuðu 286 kr. í Bón­us, 287 kr. í Krón­unni, 288 kr. í Nettó og 585 kr. í Farmas­íu.

Apó­tek geta í ein­hverj­um til­fell­um verið ódýr­ari en lág­vöru­verðsversl­an­ir, þótt mun­ur­inn í þá átt sé iðulega minni. Nokk­ur dæmi:

· Haf­kalktöfl­ur, 60 stk, kostuðu 2.790 kr. í Krón­unni (og kosta enn) en voru (og eru) ódýr­ari í öll­um apó­tek­um sem skoðuð voru, fyr­ir utan Lyfja­val. Ódýr­ast­ar voru töfl­urn­ar í Lyfja­veri á 2.180 kr. en dýr­ast­ar í Lyfja­vali á 2.855 kr.

· Sol­aray Once Daily Acti­ve Man fjölvíta­mín kostaði 3.061 kr í Lyfja­veri og hef­ur verið á því verði síðan í haust, ef ekki leng­ur. Á megni könn­un­ar­tíma­bils­ins kostaði víta­mínstauk­ur­inn 3.599 kr í Krón­unni, eða tæp­um 18% meira, og hef­ur síðan hækkað í 3.799 kr, sem er 24% dýr­ara en í Lyfja­veri.

· Veet Sensiti­ve há­reyðing­ar­krem með aloe vera kostaði 2.339 kr. í Nettó en aðeins 1.560 kr. í Apó­teki Vest­ur­lands í Ólafs­vík.

· Better You 5mg járn­munnúði kost­ar 2.021 kr. í Rima Apó­teki en 2.399 kr. í Krón­unni. Flest­ir aðrir BetterYou-munnúðar eru hins veg­ar ódýr­ari í Krón­unni.

Apó­tek Vest­ur­lands ekki öll á sama verði

Verðlag í Apó­teki Vest­ur­lands virðist ekki hafa verið al­farið hið sama í úti­bú­un­um þrem­ur í Borg­ar­nesi, Akra­nesi og Ólafs­vík.

Til dæm­is var Better You D-Lúx 1000iu 15ml munn­sprey selt á 1.493 kr. í Borg­ar­nesi þann 13. mars en á 2.045 kr. í Ólafs­vík. Better You Magnesi­um Relax flög­ur kostuðu 2.413 kr. í Ólafs­vík en 1.530 kr. í Borg­ar­nesi. Á hinn bóg­inn kostaði Ey­líf Smoot­her Skin & Hair 3.419 kr. í Ólafs­vík en 4.850 kr. í Borg­ar­nesi. Haf­kraft­ur kostaði 2.650 kr. í Ólafs­vík en 3.543 kr. í Borg­ar­nesi.

Af 148 vör­um sem born­ar voru sam­an í Borg­ar­nesi og Ólafs­vík þann 13. mars voru 76 dýr­ari í Borg­ar­nesi, 33 dýr­ari í Ólafs­vík, og 39 á sama verði. Að meðaltali var versl­un­in í Borg­ar­nesi 1,2% dýr­ari en í Ólafs­vík.

Aðferðarfræði

Born­ar voru sam­an vör­ur sem finna mátti í minnst níu apó­tek­um. Aðeins var farið í apó­tek sem eru án aðgangs­gjalds. Sam­an­b­urður­inn fór fram frá miðjum fe­brú­ar til miðs mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert