Sækist eftir endurkjöri sem varaformaður Samfylkingarinnar

Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar.
Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar. mbl.is

Guðmund­ur Árni Stef­áns­son sæk­ist eft­ir end­ur­kjöri sem vara­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Hann dró sig af lista í þing­kosn­ing­um af heilsu­fars­ástæðum en kveðst nú stál­hraust­ur á ný „hundrað pró­sent til í slag­inn“.

„Ég vil leggja mitt lóð á vog­ar­skál­arn­ar, ef það er vilji flokks­manna,“ seg­ir Guðmund­ur í sam­tali við mbl.is.

Ekki er vitað um fleiri fram­bjóðend­ur til vara­for­manns að svo stöddu en á síðasta lands­fundi 2022 var Guðmund­ur sjálf­kjör­inn þar sem hann var einn í fram­boði og tók þar við af Heiðu Björgu Hilm­is­dótt­ur borg­ar­stjóra.

„Við höf­um unnið vel sam­an í frá­far­andi stjórn með þeim ár­angri að flokk­ur­inn jók fylgi sitt og er nú leiðandi í rík­is­stjórn,“ seg­ir Guðmund­ur enn frem­ur.

Reynslu­bolti úr Alþýðuflokkn­um

Guðmund­ur, sem nálg­ast nú sjö­tugt, er mik­ill reynslu­bolti úr Sam­fylk­ing­unni.

Hann var heil­brigðisráðherra úr röðum Alþýðuflokks­ins 1993, tók við sem fé­lags­málaráðherra rúmu ári síðar, en sagði svo af sér eft­ir skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar um embætt­is­færsl­ur hans.

Hann hélt þó áfram sem þingmaður í ára­tug til viðbót­ar og er núna bæj­ar­full­trúi í Hafnar­f­irði fyr­ir Sam­fylk­ing­una, en hann var áður bæj­ar­stjóri þar.

Hraust­ur á ný

Í aðdrag­anda alþing­is­kosn­inga 2024 sótt­ist Guðmund­ur eft­ir odd­vita­sæti í Suðvest­ur­kjör­dæmi en dró sig í hlé af heilsu­fars­ástæðum.

Odd­vita­sætið féll því í skaut Ölmu Möller sem nú er orðin heil­brigðisráðherra.

Spurður út í veik­ind­in seg­ist hann hafa hrist þau af sér.

„Ég hef full­kom­lega náð mér af því og er hundrað pró­sent til í slag­inn,“ svar­ar Guðmund­ur og kveðst ekki vilja ræða smá­atriði þeirra veik­inda á vett­vangi fjöl­miðla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert