Skattheimta markmið í sjálfu sér hjá ríkisstjórninni

Guðrún Hafsteinsdóttir gagnrýndi áform um afnám samsköttunar og fjármálaáætlun.
Guðrún Hafsteinsdóttir gagnrýndi áform um afnám samsköttunar og fjármálaáætlun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðrún Haf­steins­dótt­ir, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir að skatta­hækk­an­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar séu orðnar eins og mark­mið í sjálfu sér. Fjár­málaráðherra hafn­ar því að  verið sé að hækka skatta.

Þetta kom fram í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um á Alþingi.

Guðrún hóf mál sitt með því að vekja at­hygli á því að rík­is­stjórn­in hygðist af­nema sam­skött­un hjóna og sam­býl­is­fólks milli skattþrepa.

„Ég hef áður bent á að sú breyt­ing bitni helst á heim­il­um þar sem annað for­eldri er tíma­bundið með lægri tekj­ur – vegna náms, veik­inda, fæðing­ar­or­lofs eða barna­upp­eld­is. Heim­il­in glíma nú þegar við áskor­an­ir: hús­næðis­kostnaður er hár, mat­væla­verð í sögu­leg­um hæðum og vaxta­stig hef­ur verið hátt,“ sagði hún.

Búið að fara „vand­lega“ yfir af­leiðing­arn­ar

Hún benti á að sam­hliða þessu þyrfti að líta á af­leiðing­ar tolla­stefnu Banda­ríkj­anna sem gætu haft keðju­verk­andi áhrif á Ísland, þó að tolla­stefn­an bein­ist að mestu á stór efna­hags­svæði.

„Því spyr ég hæst­virt­an fjár­málaráðherra: Af hverju vel­ur rík­is­stjórn­in að auka álög­ur á heim­ili lands­ins – ein­mitt nú – þegar efna­hags­leg framtíðar­sýn er óviss, alþjóðleg­ar aðstæður óstöðugar og heim­il­in þegar und­ir þrýst­ingi?“ spurði Guðrún.

Daði Már Kristó­fers­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, svaraði fyr­ir­spurn­inni og sagði að það væri búið að fara vand­lega yfir af­leiðing­ar sam­skött­un­ar og af­náms henn­ar.

„Ég vil vekja at­hygli þing­heims á því að hér á ein­ung­is við um nýt­ingu skattþrepa og ekki nýt­ingu per­sónu­afslátt­ar sem helst áfram óbreytt,“ sagði Daði.

Daði Már Kristó­fers­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra.
Daði Már Kristó­fers­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra. mbl.is/​Karítas

Ósam­mála um af­leiðing­arn­ar

Hann sagði rann­sókn­ir skattyf­ir­valda á því hverj­ir hafa nýtt sér sam­skött­un ekki staðfesta það sem Guðrún sagði, held­ur að það væri fyrst og fremst fólk í „efsta hluta tekju­dreif­ing­ar­inn­ar þar sem raun­veru­lega er ein­hver mun­ur á skattþrep­um“.

Guðrún tók þá aft­ur til máls og sagði það vera grund­vall­ar­atriði í rík­is­fjár­mál­um að þjóðin gæti treyst því að for­send­ur stæðust.

„Að þegar skatt­ar eru hækkaðir, eða nýj­ar álög­ur kynnt­ar, þá liggi fyr­ir hvers vegna – og hvert mark­miðið er. En við umræðu um fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar virðist þessi ein­falda krafa vera lögð til hliðar.“

Skatt­heimta mark­mið í sjálfu sér

Í síðustu viku þurfti að fresta umræðum um fjár­mála­áætl­un þar sem hvorki eru mæl­an­leg mark­mið í fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar né mæli­kv­arðar fyr­ir öll mál­efna­svið fjár­mála­áætl­un­ar. Þetta eru hins veg­ar gögn sem hafa á und­an­förn­um árum fylgt með fjár­mála­áætl­un.

Guðrún sagði að áformin um aukna tekju­öfl­un væru sett fram án þess að sýnt væri fram á hver áhrif­in yrðu á heim­ili lands­ins.

„Eng­in gögn fylgja um hvaða hóp­ar bera byrðarn­ar – aðeins yf­ir­lýs­ing­ar um að ríkið þurfi meiri pen­inga. Það er eins og skatt­heimta sé orðin mark­mið í sjálfu sér, ekki tæki til að byggja upp betra sam­fé­lag. Þeir sem eiga að greiða meira fá eng­in svör – ekki um til­gang­inn, ekki um af­leiðing­arn­ar,“ sagði Guðrún.

Guðrún sagði að þessu til viðbót­ar þá lægju enn ekki fyr­ir nauðsyn­leg­ar grein­ing­ar og út­reikn­ing­ar sem gera Alþingi kleift að meta áhrif­in.

„Því spyr ég hæst­virt­an fjár­málaráðherra: Hvernig get­ur rík­is­stjórn, sem kynnti það með hátíðleg­um orðum á sín­um fyrsta blaðamanna­fundi að skatt­ar yrðu ekki hækkaðir á al­menn­ing, rétt­lætt að fyrsta verkið sé að gera ná­kvæm­lega það? Al­menn­ing­ur á betra skilið en rík­is­stjórn sem seg­ir eitt og ger­ir hið gagn­stæða,“ spurði Guðrún.

Ekki álög­ur á al­menn­ing

Daði Már ít­rekaði þá að breyt­ing­in hefði ein­ung­is áhrif á efsta hluta tekju­dreif­ing­ar­inn­ar.

„Það er varla hægt að halda því fram að hér sé um álög­ur á al­menn­ing að ræða og vil síðan rifja upp með hátt­virt­um þing­manni að fyr­ir ligg­ur bæði fjár­mála­stefna og fjár­mála­áætl­un sem sýn­ir að hlut­fall tekna rík­is­ins af vergri lands­fram­leiðslu fell­ur sam­fellt allt tíma­bil fjár­mála­áætl­un­ar. Það eru ekki skatta­hækk­an­ir,“ sagði Daði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert