Skjálftavirkni dregst örlítið saman

Horft yfir Reykjanesbraut og í átt að því svæði þar …
Horft yfir Reykjanesbraut og í átt að því svæði þar sem kvikugangurinn liggur undir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Örlítið hef­ur dregið úr skjálfta­virkni á Reykja­nesskaga í dag þó enn mæl­ist skjálft­ar í norðan­verðum kviku­gang­in­um. Mæl­ing­ar benda til þess að landris sé hafið að nýju á svæðinu.

Tæp vika er nú liðin frá því átt­unda eld­gosið hófst á Sund­hnúkagígaröðinni síðan gos­hrin­an þar hófst í des­em­ber 2023. Þetta var stysta eld­gosið í hrin­unni en það stóð yfir í um sex klukku­stund­ir.

Bjarki Kaldalóns Fri­is, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stof­unni, seg­ir að um 70 skjálft­ar hafi mælst í dag, sem virðist stefna í ör­litla fækk­un frá gær­deg­in­um þegar þeir mæld­ust 120 tals­ins.

Flest­ir þess­ara skjálfta hafa orðið í kviku­gang­in­um en einnig hafa gikk­skjálft­ar gert vart við sig við Kleif­ar­vatn, Reykja­nestá og Eld­ey. Gikk­skjálfti 3 að stærð mæld­ist við Eld­ey um kl. 14 í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert