Stjórnarandstaðan gekk úr þingsalnum

Það er líf og fjör á Alþingi.
Það er líf og fjör á Alþingi. Skjáskot/Alþingi

Stjórn­ar­andstaðan gekk rétt í þessu úr þingsaln­um vegna skorts á gögn­um í fjár­mála­áætl­un. Rík­is­stjórn­in boðar hagræðingu en ekki kem­ur fram hvernig eigi að hagræða.  

Heit­ar umræður voru um fund­ar­stjórn for­seta fyrr í dag vegna þess að hvorki eru mæl­an­leg mark­mið í fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar né mæli­kv­arðar fyr­ir öll mál­efna­svið fjár­mála­áætl­un­ar.

Þetta eru hins veg­ar gögn sem hafa á und­an­förn­um árum fylgt með fjár­mála­áætl­un. 

Þurfa að giska á áform rík­is­stjórn­ar­inn­ar

Eins og fjallað var um í síðustu viku þá var umræðum um fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar frestað eft­ir að þetta kom í ljós en í dag áttu þess­ar umræður að hefjast aft­ur, þrátt fyr­ir að enn vantaði gögn­in.

Þegar Inga Sæ­land, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, byrjaði að fara yfir sitt mál­efna­svið í fjár­mála­áætl­un gengu þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar úr þingsal.

„Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar sjá sér ekki fært eða ástæðu til að taka þátt í umræðu þegar þeir hafa eng­in gögn til að fá heild­ar­y­f­ir­sýn yfir fjár­mála­áætl­un­ina. Við þurf­um ein­hvern veg­inn að giska á það sem þau [rík­is­stjórn­in] ætla að gera,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Árna­son, rit­ari Sjálf­stæðis­flokks­ins, í sam­tali við mbl.is. 

Geta ekki séð hvernig hagræðing­in á að vera

Hann bend­ir á að boðuð sé hagræðing upp á rúm­lega hundrað millj­arða í fjár­mála­áætl­un.

„En þú get­ur ekk­ert séð eft­ir mál­efna­sviðum hvar þessi hagræðing á að vera,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

Þar sem ekki sé hægt að sjá hvar hagræðing­in á að vera þá sé ekki hægt að taka þátt í umræðum og leggja mat á hlut­ina.

„Nú eru marg­ir verk­náms­fram­halds­skól­ar að bíða eft­ir stækk­un á hús­næði en samt er sam­drátt­ur þarna [í fjár­mála­áætl­un]. Það kem­ur ekk­ert fram hvort að fjár­mun­irn­ir dugi til að mæta aukn­ingu iðnnámsnema, eða stækk­un iðnnámsaðstöðu eða hvernig er ör­uggt að þessi hagræðing nær fram og hvað ger­ist ef hún næst ekki,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert