„Þetta flæðir inn í landið“

Frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Úlfar Lúðvíks­son, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um, seg­ist reikna með því að farið verði fram á áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald í dag yfir tveim­ur tán­ings­stúlk­um sem voru hand­tekn­ar fyr­ir stór­felld­an fíkni­efnainn­flutn­ing á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Stúlk­urn­ar, sem flugu til Íslands frá Þýskalandi, voru hand­tekn­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli þann 30. mars fyr­ir inn­flutn­ing á 20 þúsund fölsuðum Oxycont­in-töfl­um.

Önnur þeirra er sautján ára að verða átján, og því und­ir lögaldri, en hin er fædd árið 2005 og verður tví­tug á þessu ári. Úlfar seg­ir við mbl.is að báðar séu þær með evr­ópskt rík­is­fang.

„Það er ekki ólík­legt að gæslu­v­arðhaldið verði fram­lengt um viku. Þetta mál er í rann­sókn og hún er unn­in í sam­starfi við er­lend lög­reglu­yf­ir­völd. Við þurf­um að afla upp­lýs­inga um þessa ein­stak­linga og hvort þeir eigi sér brota­fer­il í öðrum lönd­um en hér á landi,“ seg­ir Úlfar en gæslu­v­arðhald yfir stúlk­un­um á að renna út í dag.

20 í gæslu­v­arðhaldi

Hann seg­ir að búið sé að yf­ir­heyra stúlk­urn­ar en rann­sókn máls­ins sé hvergi nærri lokið.

Úlfar seg­ir að 20 manns séu í gæslu­v­arðhaldi hjá lög­regl­unni á Suður­nesj­um og þar af séu 15 ein­stak­ling­ar vegna inn­flutn­ings á fíkni­efn­um í gegn­um Kefla­vík­ur­flug­völl.

„Þetta flæðir inn í landið og það er al­veg ljóst að það þarf að halda uppi öfl­ugu eft­ir­liti á Kefla­vík­ur­flug­velli og það þarf að bæta í það eft­ir­lit,“ seg­ir hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert