„Þvílíkt ólíkindatól, þessi ágæti Bandaríkjaforseti“

Finnbjörn segir erfitt að geta til um hvað Trump gæti …
Finnbjörn segir erfitt að geta til um hvað Trump gæti dottið í hug næst. Samsett mynd Ljósmynd/Aðsend/AFP

„Ég held að við séum kom­in á svona braut þar sem all­ir eru að tapa, hvort sem það eru Banda­rík­in eða hver ann­ar,“ seg­ir Finn­björn Her­manns­son, for­seti Alþýðusam­bands Íslands.

Markaðir víðs veg­ar um heim hafa hrunið í kjöl­far toll­hækk­ana Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta.

Ættum að fylgj­ast með ná­grannaþjóðum

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Finn­björn sam­bandið vera að fylgj­ast með stöðu mála.

„Maður er svona hálforðlaus yfir því hvert þetta er að fara.“

Hann tel­ur Ísland nú þurfa að fylgj­ast með ná­grannaþjóðum sín­um og hvernig þær bregðast við.

„Við verðum að fylgja þeim svo­lítið eft­ir. Ég sé enga aðra stöðu í þessu.“

Ólík­indatólið Trump

Seg­ir Finn­björn þó sam­bandið enn vera að skoða hlut­ina og ekki komið að neinni niður­stöðu.

„Við erum mjög vak­andi um stöðuna.“

„En svo er þetta nátt­úru­lega því­líkt ólík­indatól, þessi ágæti Banda­ríkja­for­seti – maður veit ekk­ert hvað hon­um dett­ur í hug næst,“ bæt­ir for­set­inn við að lok­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert