Veðurfræðingur: Sumarið ekki á leiðinni strax

Sjósetning á smábát í tæplega 18 stiga hita á Akureyri …
Sjósetning á smábát í tæplega 18 stiga hita á Akureyri í dag. mbl.is/Þorgeir

Tæp­lega 18 stiga hiti var á Norðaust­ur­landi í dag og út­lit er fyr­ir að suðlæg­ar átt­ir haldi þar áfram næstu daga.

„Á morg­un verður líka frekj­ar hlýtt en ekki eins og í dag. Upp við norður­strönd­ina snýst vind­ur­inn í austanátt og þar verður aðeins sval­ara. Inn til lands­ins býst ég við al­veg 12-13 stig­um,“ seg­ir Marcel de Vries, veður­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is.

Pitsa borðuð og notið blíðunnar við smábátahöfnina á Akureyri,
Pitsa borðuð og notið blíðunn­ar við smá­báta­höfn­ina á Ak­ur­eyri, mbl.is/Þ​or­geir

„Sum­arið er ekki á leiðinni“

Aðspurður seg­ir Marcel sum­arið þó ekki vera á leiðinni til höfuðborg­ar­svæðis­ins. 

„Það var nú frek­ar skýjað í dag en það á að vera frek­ar þurrt á morg­un, blautt á miðviku­dag og úr­komu­lítið á fimmtu­dag. Þannig að þetta verður ekki eins glæsi­legt og var á Norðaust­ur­landi, því miður.“

Seg­ir hann út­lit fyr­ir að það kólni í veðri í lok vik­unn­ar, gera megi ráð fyr­ir skúr­um og mögu­leiki sé á slyddu.

„Það er aðallega á Suður- og Vest­ur­landi, en það verður líka kalt á Norðaust­ur­landi, hita­stig fer und­ir frost­mark þar líka. Á laug­ar­dag verður til dæm­is frost um allt land.

Sum­arið er ekki á leiðinni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert