Við nýttum þessa gömlu nostalgíu

​Hrafnhildur Tinna, Ólafur Árni, Iðunn Ingvarsdóttir, Gylfi Þór og Sigurður …
​Hrafnhildur Tinna, Ólafur Árni, Iðunn Ingvarsdóttir, Gylfi Þór og  Sigurður Karl eiga heiðurinn af barnamottunni ​frá Hjartaborg. mbl.is/Ásdís

Frum­kvöðla­fræði er kennd í Versló og frá krökk­un­um úr þeim áfanga spruttu marg­ar frá­bær­ar hug­mynd­ir sem nú hef­ur verið hrint í fram­kvæmd. Tvær stúlk­ur og þrír dreng­ir stofnuðu fyr­ir­tækið Hjarta­borg og hafa haft í nógu að snú­ast við að hanna og koma í fram­leiðslu barna­leik­mottu sem fengið hef­ur nafnið Reykja­vík­ur­mott­an, en á henni má finna kenni­leiti Reykja­vík­ur. Ólaf­ur Árni Gizur­ar­son, Iðunn Ingvars­dótt­ir, Hrafn­hild­ur Tinna Brynj­ólfs­dótt­ir, Sig­urður Karl Knúts­son og Gylfi Þór Hass­ing mættu í Há­deg­is­móa í vik­unni til að segja frá verk­efn­inu.

Inn­blást­ur frá bílamottu

Ung­menn­in fimm út­skrif­ast í vor af sta­f­rænni viðskipta­braut. Þau segja frum­kvöðlaáfang­ann skemmti­leg­asta en jafn­framt mest krefj­andi áfang­ann sem þau hafi tekið í Versló.

„Í þess­um frum­kvöðlaáfanga átt­um við að búa til og þróa vöru, eða þjón­ustu, og koma henni á markað. Við stofnuðum sam­an fyr­ir­tækið Hjarta­borg og erum að búa til barna­leik­mott­ur sem end­ur­spegla um­hverfi og kenni­leiti á Íslandi,“ seg­ir Hrafn­hild­ur.

Hér má sjá tölvumynd af mottunni góðu. Þar má sjá …
Hér má sjá tölvu­mynd af mott­unni góðu. Þar má sjá helstu kenni­leiti Reykja­vík­ur­borg­ar.

„Inn­blástur­inn er feng­inn frá gam­alli mottu; bílamottu, sem marg­ir áttu og muna eft­ir. Við tengd­um öll við þá mottu og vild­um í raun end­ur­nýja hana í þeim til­gangi að fá krakka til að leika sér meira. Við nýtt­um þessa gömlu nostal­g­íu til þess að krakk­ar gætu lært meira um um­hverfið sitt,“ seg­ir Iðunn.

„Við gerðum markaðsrann­sókn í byrj­un áfang­ans og það voru yfir 90% sem þekktu bílamott­una og voru til í að sjá nýja end­ur­gerð af henni,“ seg­ir Gylfi.

Gef­um 25% af ágóða

„Fyrsta mott­an okk­ar er Reykja­vík­ur­mott­an með helstu kenni­leit­um úr miðbæn­um en framtíðar­sýn okk­ar er að fólk geti sér­hannað sína eig­in mottu. Það er aðal­hug­mynd­in,“ seg­ir Iðunn og nefn­ir að það verði von­andi hægt síðar að sér­p­anta slík­ar mott­ur, jafn­vel með mynd­um eða kenni­leit­um úr öðrum bæj­um eða hverf­um.

Ólaf­ur hannaði teikn­ing­arn­ar sem eru á mott­unni og voru þær svo fram­leidd­ar í Banda­ríkj­un­um.

„Við erum með vörumessu í Smáralind 5. apríl og þá get­ur fólk komið og spurt spurn­inga og fengið að sjá al­vöru ein­tak af mott­unni, en það er opið 11-18. Þar verðum við með bás,“ seg­ir Sig­urður, en krakk­arn­ir munu þá geta tekið við pönt­un­um. Einnig er hægt að panta leik­mottu á heimasíðunni hjarta­borg.com og á sam­fé­lags­miðlum und­ir nafn­inu hjarta.borg. Mott­an kost­ar 14.990 krón­ur.

„Við verðum líka með ein­tök af mott­unni til sölu og ætl­um að gefa 25% af ágóðanum til Barna­spítala Hrings­ins. Okk­ur langaði að gefa eitt­hvað af okk­ur,“ seg­ir Iðunn.

Nán­ar er rætt við ung­menn­in í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert