Villt um fyrir Alþingi

Ríkisendurskoðun veitti Íslandspósti ráðgjöf.
Ríkisendurskoðun veitti Íslandspósti ráðgjöf.

Rík­is­end­ur­skoðun var van­hæf til að gera út­tekt á Ísland­s­pósti vegna starfa sinna fyr­ir fyr­ir­tækið, að mati Fé­lags at­vinnu­rek­enda. FA hef­ur nú sent er­indi þess efn­is til innviðaráðuneyt­is­ins.

FA seg­ir Rík­is­end­ur­skoðun m.a. ekki hafa lagt mat á í skýrslu, sem Alþingi óskaði eft­ir, hvort Póst- og fjar­skipta­stofn­un­in og síðar Byggðastofn­un hafi tek­ist að upp­fylla lög­bundið hlut­verk sitt. FA tel­ur rík­is­end­ur­skoðun hafa skautað fram hjá öll­um meg­in­at­riðum í skýrslu­beiðni Alþing­is. „Ekki er held­ur dregið fram í skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar hvort fram­lög til ÍSP vegna veit­ingu alþjón­ustu séu rétt reiknuð,“ seg­ir í er­indi FA.

Tel­ur FA niður­stöðurn­ar sett­ar fram í þeim til­gangi að villa um fyr­ir Alþingi.

„FA hef­ur bent á van­hæfi Rík­is­end­ur­skoðunar í þess­um efn­um, en stofn­un­in veitti Ísland­s­pósti ráðgjöf við að stilla upp töl­um með þeim hætti að sem hæst fram­lög fengj­ust úr rík­is­sjóði.“ 

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag. Einnig má nálg­ast hana án end­ur­gjalds í Mogg­an­um, nýju appi Morg­un­blaðsins og mbl.is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert