Árás Kristjáns gróf og ásetningur einbeittur

Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur 26. mars.
Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur 26. mars. mbl.is/Karítas

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur dæmdi ný­verið Kristján Markús Sí­vars­son í tveggja ára fang­elsi fyr­ir sér­stak­lega hættu­lega lík­ams­árás gagn­vart konu. Hann var enn frem­ur dæmd­ur til að greiða kon­unni tvær millj­ón­ir króna í miska­bæt­ur.

Héraðsdóm­ur seg­ir að árás­in hafi verið gróf, ásetn­ing­ur hans ein­beitt­ur og hann hafi valdið kon­unni mik­illi van­líðan.

Fram kem­ur í dómi héraðsdóms, sem féll 26. mars en var birt­ur í gær, að héraðssak­sókn­ari hafi gefið út ákæru á hend­ur Kristjáni 30. janú­ar.

Í henni seg­ir að hann sé ákærður fyr­ir sér­stak­lega hættu­lega lík­ams­árás, með því að hafa frá byrj­un nóv­em­ber til 10. nóv­em­ber 2024, utan við og á dval­arstað hans í Hafnar­f­irði, veist með of­beldi að konu.

Sló kon­una með járn­röri og hamri

Fram kem­ur að hann hafi slegið hana víðsveg­ar í lík­ama og höfuð m.a. með hleðslu­snúru, hamri, járn­röri og tré­spýtu, slegið hana í framan­vert and­litið með kveikjara, lagt log­andi síga­rett­ur að hálsi henn­ar, tekið með hönd­um um háls henn­ar og þrengt að, stungið hana í lík­amann með sprautu­nál­um, skorið fót­leggi henn­ar með hníf, stigið og traðkað á báðum fót­leggj­um henn­ar, sparkað víðsveg­ar í lík­ama henn­ar, hrækt fram­an í hana og skvett vatni á hana.

Allt fram­an­greint með þeim af­leiðing­um að hún hlaut marg­vís­lega áverka, m.a. á tönn­um, hlaut sár, skrám­ur og mar. Meðal ann­ars skurð á fram­hand­legg og læri og opið sár á ökkla.

Þá var Kristján ákærður fyr­ir vörsl­ur fíkni­efna og brot gegn vopna­lög­um, með því að hafa sunnu­dag­inn 10. nóv­em­ber 2024, á heim­ili sínu í Hafnar­f­irði, haft í vörsl­um sín­um 1,22 grömm af am­feta­míni, 7,32 gr. af tób­aks­blönduðu kanna­bis og fimm hagla­skot og .45 kalíbera patrónu sem lög­regla lagði hald á.

Fram kem­ur í dómn­um að kon­an hafi farið fram á að Kristján myndi greiða henni sex millj­ón­ir kr. í miska­bæt­ur.

Fram kemur í ákærunni að Kristján hafi slegið konun víðsvegar …
Fram kem­ur í ákær­unni að Kristján hafi slegið kon­un víðsveg­ar í lík­ama og höfuð m.a. með hleðslu­snúru, hamri, járn­röri og tré­spýtu. Ljós­mynd/​Colour­box

Fór fram á sýknu

Við aðalmeðferð máls­ins fór Kristján fram á að hann yrði sýknaður af fyrsta kafla ákær­unn­ar en til vara að hon­um yrði gerð væg­asta refs­ing er lög leyfðu og að dæmd refs­ing yrði skil­orðsbund­in.

Í dómn­um eru máls­at­vik rak­in. Þar seg­ir að rann­sókn máls­ins hafi haf­ist 10. nóv­em­ber þegar haft var sam­band við lög­reglu frá slysa­deild og til­kynnt um að kon­an væri þar mikið slösuð sök­um lík­ams­meiðinga.

Með gríðarlega mikla áverka

Fram kem­ur í máls­gögn­um að hún hafi komið á slysa­deild kl. 12:56 þenn­an dag. Lög­regla fór á slysa­deild og ræddi við kon­una sem hafði þá sagt fé­lags­ráðgjafa að Kristján hefði veitt henni áverk­ana. Sjá mátti að kon­an var með gríðarlega mikla áverka víðs veg­ar um lík­amann og virt­ist m.a. vera með sár á lík­ama eins og hún hefði verið lam­in með hamri, að sögn lýta­lækn­is sem skoðaði áverka henn­ar og lá þá fyr­ir að hún var a.m.k. með eitt brotið rif­bein.

Rætt var aft­ur við kon­una síðar sama dag og þá kom fram hjá henni að Kristján hefði beitt hana of­beldi í tölu­verðan tíma og m.a. notað hleðslu­tæki, járn­rör og hníf.

Íbúðin veru­lega ósnyrti­leg og áber­andi um­merki um sprautu­neyslu

Kristján var hand­tek­inn á heim­ili sínu sama dag grunaður um lík­ams­árás með vopni. Hús­leit var líka fram­kvæmd heima hjá hon­um.

„Sam­kvæmt skýrslu lög­reglu um leit­ina, sem inni­hélt ljós­mynd­ir af vett­vangi, var íbúðin veru­lega ósnyrti­leg og áber­andi um­merki um sprautu­neyslu um alla íbúð. Fannst hvítt efni í sprautu á stofu­borði og meint kanna­bis og þrjú hagla­skot á borði við úti­dyra­h­urð og tvö hagla­skot í skúffu í eld­húsi. Þá fannst 45 kalíbera patróna (skot­hylki úr byssu) á gólfi við úti­dyra­h­urð. Einnig var hald­lagt svart og brúnt plaströr með trékubb á end­an­um, eins kon­ar heima­til­búið bar­efli sem fannst í for­stofu, trjá­grein sem fannst í for­stofu, tré­spýta sem fannst á miðju for­stofugólfi, stutt járn eins og úr fata­hengi mögu­lega með blóði á sem fannst í fötu í stofu og hleðslu­tæki með hvítu teipi sem fannst í sófa í stofu,“ seg­ir í dómi héraðsdóms.

Samkvæmt skýrslu lögreglu um húsleitina í íbúð Kristjáns þá var …
Sam­kvæmt skýrslu lög­reglu um hús­leit­ina í íbúð Kristjáns þá var íbúðin veru­lega ósnyrti­leg og áber­andi um­merki um sprautu­neyslu um alla íbúðina. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Hef­ur margsinn­is gerst brot­leg­ur við refsi­lög frá 1998

Í dómi héraðsdóms seg­ir að Kristján hafi margsinn­is áður gerst brot­leg­ur við refsi­lög frá ár­inu 1998. Hef­ur hann m.a. sjö sinn­um verið sak­felld­ur fyr­ir of­beld­is­brot, einu sinni fyr­ir brot gegn 1. mgr. 221. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga, tvisvar fyr­ir brot gegn vopna­lög­um og ít­rekað fyr­ir brot gegn lög­um um áv­ana- og fíkni­efni.

Hann var sein­ast með dómi héraðsdóms í fyrra dæmd­ur í 16 mánaða fang­elsi fyr­ir brot gegn 2. mgr. 218. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga.

Héraðsdóm­ur seg­ir að við ákvörðun refs­ing­ar hafi verið horft til þess að Kristján hafi ít­rekað gerst sek­ur um of­beld­is­brot

Braut gróf­lega gagn­vart kon­unni

Tekið er fram að lík­ams­árás Kristjáns hafi verið gróf, ásetn­ing­ur hans ein­beitt­ur og hann hafi valdið kon­unni mik­illi van­líðan.

„Með hátt­semi sinni braut ákærði gróf­lega gegn brotaþola og not­færði sér þá erfiðu stöðu sem hún var í vegna fíkni­sjúk­dóms. Á ákærði sér eng­ar máls­bæt­ur,“ seg­ir í dómi héraðsdóms.

Auk þess að vera dæmd­ur til greiðslu miska­bóta, sem fyrr seg­ir, þá var Kristján dæmd­ur til að greiða fimm millj­ón­ir króna í mál­svarn­ar­laun skipaðs verj­anda síns, 2,5 millj­óna þókn­un skipaðs rétt­ar­gæslu­manns kon­unn­ar og 507.829 krón­ur í ann­an sak­ar­kostnað.

Þá voru fíkni­efni og aðrir mun­ir sem lög­regl­an lagði hald á við hús­leit gerðir upp­tæk­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert