Bjóða skyndiskírn á sumardaginn fyrsta

Hild­ur Björk Hörpu­dótt­ir, prest­ur í Gler­ár­kirkju, segir uppá­kom­una lið í …
Hild­ur Björk Hörpu­dótt­ir, prest­ur í Gler­ár­kirkju, segir uppá­kom­una lið í að minnka vesen því oft eigi fólk erfitt með slíkt þegar það ætl­ar að gifta sig eða skíra. AFP

Í Gler­ár­kirkju á Ak­ur­eyri verður boðið upp á svo­kallaða skyndi­skírn á sum­ar­dag­inn fyrsta. Þá geta all­ir óskírðir komið í kirkj­una og tekið skírn.

Vef­miðill­inn Ak­ur­eyri.net greindi fyrst frá.

Í sam­tali við miðil­inn seg­ir Hild­ur Björk Hörpu­dótt­ir, prest­ur í Gler­ár­kirkju, uppá­kom­una lið í að minnka vesen því oft eigi fólk erfitt með slíkt þegar það ætl­ar að gifta sig eða skíra.

Í anda raðhjóna­vígslna

Það þarf að gera svo margt og það kost­ar svo mikið. Við erum að reyna að minnka þetta,“ seg­ir Hild­ur Björk.

Í um­fjöll­un Ak­ur­eyr­armiðils­ins seg­ir að skírn­in verði í anda raðhjóna­vígsln­anna sem boðið var upp á í kirkj­unni á Valentínus­ar­dag en sá viðburður tókst mjög vel og hef­ur verið ákveðið að end­ur­taka leik­inn á næsta ári.

All­ir fái skírn­art­ertu

Áhuga­sam­ir þurfa að láta prest­ana í Gler­ár­kirkju vita af sér með smá fyr­ir­vara enda stend­ur til að gera skírn­art­ert­ur með nafni hvers barns. Tekið er fram að dag­ur­inn sé ekki ein­göngu fyr­ir hvít­voðunga held­ur geti t.d. systkini sem aldrei hafi verið skírð komið öll í einu.

„Við ætl­um að vera með dá­sam­lega skírn­ar­at­höfn með kórn­um okk­ar og þá verða all­ir þeir sem vilja born­ir hér til skírn­ar og svo fær fólkið skírn­ar­köku með sér heim,“ seg­ir Hild­ur Björk.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert