„Ég ætla ekkert að reyna að vera Vigdís“

„Þannig að ég ætla ekkert að reyna að vera Vigdís, …
„Þannig að ég ætla ekkert að reyna að vera Vigdís, ég ber svo mikla virðingu fyrir Vigdísi sem átti sín sextán ár og er sá forseti sem ég horfði mest til og gaf mér mest,“ segir Halla Tómasdóttir forseti Íslands í viðtali við mbl.is á bókasafni hins fornfræga Grand hótels í Ósló þar sem heimsókn forsetans hefst. mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

„Vig­dís Finn­boga­dótt­ir var al­veg ein­stak­ur for­seti og mik­il fyr­ir­mynd fyr­ir mig,“ seg­ir Halla Tóm­as­dótt­ir for­seti Íslands í sam­tali við mbl.is við upp­haf tveggja daga rík­is­heim­sókn­ar til Nor­egs sem hefst á morg­un, þriðju­dag, og Har­ald­ur Nor­egs­kon­ung­ur og Sonja drottn­ing verða í gest­gjafa­hlut­verk­inu við.

Með Höllu í för verður Björn Skúla­son eig­inmaður henn­ar og mun leið for­seta­hjón­anna liggja hvort tveggja um höfuðborg­ina Ósló sem gamla erki­bisk­ups­setrið Niðarós er nú heit­ir Þránd­heim­ur.

Frá Ib­sen til Höllu

Í sam­tal­inu við mbl.is í til­efni heim­sókn­ar­inn­ar seg­ir Halla enn frem­ur að kven­for­seti skipti þjóðina máli og hún ótt­ist ekki sér­stak­lega að verða sí­fellt bor­in sam­an við Vig­dísi. „Við höf­um verið með sjö for­seta sem all­ir hafa verið mjög ólík­ir og all­ir sett sitt mark á þetta embætti og verið hann eða hún sjálf.

Þannig að ég ætla ekk­ert að reyna að vera Vig­dís, ég ber svo mikla virðingu fyr­ir Vig­dísi sem átti sín sex­tán ár og er sá for­seti sem ég horfði mest til og gaf mér mest,“ seg­ir sjö­undi for­seti lýðveld­is­ins þar sem þau blaðamaður sitja á bóka­safni hins sögu­fræga Grand hót­els við Karls Jó­hanns­götu í Ósló þar sem rit­höf­und­ur­inn Henrik Ib­sen var sem grár kött­ur.

Mikill viðbúnaður lögreglunnar í Ósló var við Grand hótel í …
Mik­ill viðbúnaður lög­regl­unn­ar í Ósló var við Grand hót­el í dag og auk þess glæsikerr­ur lög­regl­unn­ar sem dregn­ar eru fram við heim­sókn­ir borðalagðra manna og kvenna. At­hygli blaðamanns vakti að sömu verðir ör­ygg­is­lög­regl­unn­ar PST stóðu vörð um Höllu og um Guðna Th. Jó­hann­es­son þáver­andi for­seta þegar hann ræddi við Morg­un­blaðið í sama her­berg­inu á sama hót­el­inu og má hafa til jarteikna um norska vana­festu og hefð. mbl.is/​Atli Steinn Guðmunds­son

 Viðtalið við Höllu – þar sem for­set­inn ræðir grafal­var­leg mál­efni á borð við ör­ygg­is­mál í Evr­ópu en slær einnig á létt­ari strengi en mörg­um þjóðhöfðingj­an­um hef­ur auðnast – birt­ist í heild sinni í Morg­un­blaðinu á miðviku­dag­inn, en þess má geta að Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra og Daði Már Kristó­fers­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, taka einnig þátt í dag­skrá heim­sókn­ar­inn­ar ásamt op­in­berri sendi­nefnd og viðskipta­sendi­nefnd.

Frá því grein­ir í frétta­til­kynn­ingu frá skrif­stofu for­seta Íslands að rík­is­heim­sókn­ir séu æðsta form diplóma­tískra sam­skipta milli ríkja og mark­mið þess­ar­ar heim­sókn­ar Höllu og föru­neyt­is henn­ar sé að styrkja enn frek­ar sögu­leg tengsl Íslands og Nor­egs og vinna að sam­eig­in­leg­um hags­mun­um þjóðanna, meðal ann­ars á sviði varn­ar­mála, menn­ing­ar og bættr­ar geðheilsu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert