Fjórðungur þingmanna er í útlöndum

Margir þingmenn verða á fundum í útlöndum í vikunni.
Margir þingmenn verða á fundum í útlöndum í vikunni. mbl.is/Karítas

Óvenju­mikið er um funda­höld ís­lenskra alþing­is­manna í út­lönd­um þessa vik­una. Alls sækja 16 þing­menn fundi er­lend­is eða 25% þings­ins. Að meðtöld­um aðstoðarmön­um eru 20 manns í út­lönd­um á veg­um Alþing­is þessa vik­una.

Flest­ir verða í Brus­sel í Belg­íu dag­ana 7. og 8. apríl eða níu tals­ins. Þeir til­heyra sam­eig­in­legri þing­manna­nefnd Íslands og ESB.

Þing­menn­irn­ir eru: Dag­björt Há­kon­ar­dótt­ir, Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir, Grím­ur Gríms­son, Ingi­björg Isak­sen, Kol­brún Áslaug­ar Bald­urs­dótt­ir, Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, Pawel Bartoszek, Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son og Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir. Með í för eru starfs­menn Alþing­is, Eggert Ólafs­son og Stíg­ur Stef­áns­son.

Taskent, Strass­borg, Belgrad og Saraj­evó

Vorþing Alþjóðaþing­manna­sam­bands­ins (IPU) fer fram dag­ana 3.-10. apríl í Taskent í Úsbekist­an. Þátt­tak­end­ur eru alþing­is­menn­irn­ir Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir og Víðir Reyn­is­son. Með í för er Arna Gerður Bang, starfsmaður skrif­stofu Alþing­is.

Þing­fund­ur Evr­ópuráðsþings­ins fer fram dag­ana 7.-11. apríl í Strass­borg í Frakklandi. Þátt­tak­end­ur eru alþing­is­menn­irn­ir Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, Sig­ríður Á. And­er­sen og Sig­urður Helgi Pálma­son. Með í för er Auður Örlygs­dótt­ir, starfsmaður skrif­stofu Alþing­is.

Loks sæk­ir Dag­ur B. Eggerts­son alþing­ismaður sam­eig­in­leg­an fund stjórn­mála­nefnd­ar og vís­inda- og tækn­i­nefnd­ar NATO-þings­ins dag­ana 7.-11. apríl í Belgrad og Saraj­evó. Dag­ur B. er einn á ferð.

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag. Einnig má nálg­ast hana án end­ur­gjalds í Mogg­an­um, nýju appi Morg­un­blaðsins og mbl.is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert