Guðný býður sig fam til ritara Samfylkingarinnar

Mynd frá borgarafundi Morgunblaðsins í Reykjanesbæ á síðasta ári þar …
Mynd frá borgarafundi Morgunblaðsins í Reykjanesbæ á síðasta ári þar sem Guðný Birna og Ingvar Eyfjörð voru álitsgjafar. mbl.is/Brynjólfur Löve

Guðný Birna Guðmunds­dótt­ir, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­nes­bæ og for­seti bæj­ar­stjórn­ar, hef­ur ákveðið að gefa kost á sér í embætti rit­ara Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á kom­andi lands­fundi. 

Frá þessu grein­ir hún á Face­book.

Hún seg­ir mik­il­vægt að lands­byggðin sé með full­trúa í stjórn flokks­ins, sér­stak­lega í ljósi þess að á næsta ári fara fram sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. 

„Þetta er stóra verk­efnið okk­ar fram und­an en auk þess þurf­um við að halda sterkri for­ystu og stækka flokk­inn okk­ar með fólki sem trú­ir á okk­ar góðu verk,“ skrif­ar hún.

Kristrún og Guðmund­ur gefa aft­ur kost á sér

Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og for­sæt­is­ráðherra, verður ein í fram­boði til for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar en lands­fund­ur­inn fer fram í Stúd­íó Fossa­leyni í Graf­ar­vogi dag­ana 11. og 12. apríl.

Þá hef­ur Guðmund­ur Árni Stef­áns­son gefið kost á sér til áfram­hald­andi setu sem vara­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Arna Lára Jóns­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, var kjör­in rit­ari flokks­ins á síðasta lands­fundi en missti embættið þegar hún varð þingmaður. Sam­kvæmt lög­um flokks­ins þá skulu rit­ari flokks­ins og formaður fram­kvæmda­stjórn­ar ekki vera þing­menn. 

Bæj­ar­full­trúi síðan 2014

Guðný hef­ur verið bæj­ar­full­trúi fyr­ir Sam­fylk­ing­una í Reykja­nes­bæ síðan 2014 og verið odd­viti síðan 2024. 

„Ég vil af öllu hjarta að okk­ur vegni vel í því mik­il­væga verki sem við stönd­um frammi fyr­ir; að leiða stjórn Íslands, borg­ar­inn­ar og fullt af frá­bær­um sveit­ar­fé­lög­um um land allt. Nú er tæki­færið okk­ar að verða enn stærri og öfl­ugri og ég væri mjög þakk­lát fyr­ir stuðning ykk­ar í embætti rit­ara. Sjá­umst á lands­fundi,“ skrif­ar Guðný á Face­book. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert