Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar 7 milljónir

Kristrún Frostadóttir og Björn Ingi Victorsson, formaður hópsins og forstjóri …
Kristrún Frostadóttir og Björn Ingi Victorsson, formaður hópsins og forstjóri Steypustöðvarinnar, frá kynningu á tillögum hagræðingarhópsins í mars. mbl.is/Karítas

Heild­ar­kostnaður við störf hagræðing­ar­hóps rík­is­stjórn­ar­inn­ar nam 7.274.520 krón­um. Lang­stærsti hluti þessa kostnaðar fór í launa­greiðslur til nefnd­ar­manna hagræðing­ar­hóps­ins. 

Þetta kem­ur fram í svari Kristrún­ar Frosta­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra við fyr­ir­spurn Diljár Mist­ar Ein­ars­dótt­ur, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins. 

Starfs­hóp­ur­inn var skipaður af Kristrúnu til að fara yfir til­lög­ur frá al­menn­ingi um hvernig mætti hagræða í rekstri hins op­in­bera. Hátt í fjög­ur þúsund hagræðing­ar­til­lög­ur bár­ust frá al­menn­ingi og var fjög­urra manna starfs­hóp­ur skipaður til að vinna úr til­lög­un­um. 

Launa­kostnaður nefnd­ar­mann­anna nam 6,9 millj­ón­um króna, ferðakostnaður 200 þúsund krón­ur og aðgengi að gervi­greind til að vinna úr til­lög­un­um nam 97 þúsund krón­um. 

Þá voru keypt­ar veit­ing­ar fyr­ir hóp­inn upp á 77.520 krón­ur. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert