Flutti ræðuna á íslensku og varaði við vígbúnaði

Halla og Haraldur.
Halla og Haraldur. AFP/Fredrik Varfjell

Halla Tóm­as­dótt­ir for­seti Íslands flutti borðræðu sína á hátíðar­kvöld­verði, sem Har­ald­ur V. Nor­egs­kon­ung­ur bauð til í Ósló­ar­höll í kvöld, for­seta til heiðurs, á ís­lensku. Upp­hafs­orðin og loka­orðin flutti hún þó á norsku.

Hún fór um víðan völl í ræðu sinni, rakti tengsl Íslands og Nor­egs, fór yfir grunn­gildi þjóðanna en varaði á sama tíma við víg­búnaði í heim­in­um.

Það væri áskor­un sem Norður­lönd­in hefðu alla burði til að mæta.

Ábyrgð Íslend­inga að varðveita tung­una

Hún byrjaði ræðu sína á því að segja nokk­ur orð á norsku til að lýsa þakk­læti sínu fyr­ir hlý­legt og rausn­ar­legt boð kon­ungs­ins.

„En með góðfús­legu leyfi kon­ungs og drottn­ing­ar vil ég gjarn­an halda ræðu minni áfram á ís­lensku. Íslenska stend­ur næst þeim tung­um sem talaðar voru á Norður­lönd­um til forna. Á Íslend­ing­um hvíl­ir því sú ábyrgð að viðhalda ís­lensk­unni, ekki aðeins sem móður­máli með öllu sem því fylg­ir fyr­ir þjóð, held­ur einnig til að gæta sam­eig­in­legr­ar arf­leifðar nor­rænna þjóða,“ sagði Halla. 

Norðmenn eins og eldra systkini

Halla rakti tengsl Íslands og Nor­egs og sagði Norðmenn vera eins og eldra systkini sem er traust og góð fyr­ir­mynd.

„Mér koma í hug kost­ir eins og sjálf­sagi, ráðdeild, skipu­lag og gleði sem prýða Norðmenn í rík­um mæli og fleiri mættu til­einka sér,“ sagði hún og minnt­ist á það að á loka­ári í há­skóla í Banda­ríkj­un­um hafi hún leigt íbúð með tveim­ur norsk­um strák­um sem hafi verið lif­andi dæmi um þessa mann­kosti.

„Því miður get ég ekki sagt að sami agi, skipu­lag og ráðdeild hafi ein­kennt mig á þess­um tíma en um gleðina vor­um við ávallt sam­mála. Þótt við séum að sumu leyti ólík, þá eru tengsl norsku og ís­lensku þjóðanna ein­stök – við erum runn­in af sömu rót og saga okk­ar samof­in,“ sagði Halla. 

Stönd­um frammi fyr­ir rofi á tengsl­um ein­stak­linga við sam­fé­lag sitt

Hún sagði sterku tengsl Nor­egs og Íslands krist­all­ast í Heimskringlu Snorra Sturlu­son­ar, þar sem hann rek­ur sögu Nor­egs­kon­unga frá ör­ófi alda fram á 12. öld.

Halla nefndi að þótt að vinátta sé eitt það dýr­mæt­asta sem við eig­um, stæðum við nú frammi fyr­ir aukn­um ein­mana­leika og rofi á tengsl­um ein­stak­linga við sam­fé­lag sitt.

„Þetta á ekki síst við um ung­menni. Þessa þróun má að ein­hverju leyti rekja til tækni­breyt­inga og mik­ill­ar notk­un­ar á snjallsím­um og sam­fé­lags­miðlum, sem í stóra sam­heng­inu tengja okk­ur sam­an, en hafa um leið leitt til vax­andi van­líðunar, of­beld­is og sundr­ung­ar. Við þurf­um öll að hjálp­ast að við að snúa þess­ari þróun við,“ sagði Halla og minnt­ist á hreyf­ing­una sem hún hef­ur sett af stað, ridd­ara kær­leik­ans. 

Varaði við víg­búnaði

Hún sagði að for­senda friðar væri að kunna að hlusta á ólík sjón­ar­mið og finna leiðir til að jafna ágrein­ing. Á því sviði hafi Norðmenn gegnt for­ystu­hlut­verki, eins og til dæm­is með ár­legri af­hend­ingu friðar­verðlauna Nó­bels í Ósló. 

Halla varaði þó við því að ver­öld­in væri að víg­bú­ast sem aldrei fyrr. Upp­lýs­inga­óreiða væri að kljúfa fólk í fylk­ing­ar og að fram und­an væri bar­átta fyr­ir rétt­læti og friði á öll­um víg­stöðvum, inn­an þekk­ing­ar heims­ins, stjórn­mál­anna og á sviði lista og menn­ing­ar.

„Norður­lönd hafa alla burði til að mæta þess­um áskor­un­um bæði í orði og á borði. Nú ríður á að hvika ekki frá þeim gild­um sem liggja til grund­vall­ar sam­fé­lagsþróun Norður­landa á und­an­förn­um ára­tug­um. Við höf­um sýnt að hægt er að byggja upp rétt­látt og friðsælt sam­fé­lag þar sem jafn­rétti og virðing fyr­ir fólki og nátt­úru eru höfð að leiðarljósi,“ sagði Halla.

„Nor­ræna mód­elið geng­ur upp

Hún sagði að áhersla á mann­rétt­indi, lýðræði, sam­fé­lags­lega ábyrgð, mennt­un og þekk­ingu væru grunnstoðir sam­fé­laga okk­ar.

„Nor­ræna mód­elið geng­ur upp, við setj­um for­dæmi sem vert er að fara eft­ir. Við höf­um náð frá­bær­um ár­angri í vel­sæld og verm­um þar efstu sæti heims. Með því að sam­eina radd­ir okk­ar og krafta enn bet­ur get­um við aukið áhrifa­mátt Norður­landa til góðs á tví­sýn­um tím­um,“ sagði hún.

Flutti loka­orðin á norsku

Halla flutti loka­orðin sín á norsku en þar sagði hún:

„Framtíðin er björt ef maður horf­ir til henn­ar með bjart­sýni. Það er ekki auðvelt verk­efni en eft­ir allt sem við höf­um gengið í gegn­um fram til þessa, veit ég að við klár­um það verk­efni líka vel. Á þeim nót­um bið ég gesti að lyfta glös­um til heiðurs hans há­tign Har­aldi fimmta Nor­egs­kon­ungi, Sonju drottn­ingu og norsku þjóðinni. Við þökk­um fyr­ir tólf hundruð ára trausta vináttu, megi hún vara alla tíð!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert