Kaffivagninn gengur í endurnýjun lífdaga

Búið er að hreinsa innan úr Kaffivagninum á Grandagarði og …
Búið er að hreinsa innan úr Kaffivagninum á Grandagarði og verið er að endurnýja hann innanstokks. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er verið að setja nýja hnjá- og mjaðmaliði í Kaffi­vagn­inn, eins og gamla fólkið á Íslandi í dag,“ seg­ir Axel Óskars­son, veit­ingamaður í Kaffi­vagn­in­um á Grandag­arði, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Hann seg­ir að verið sé að taka eld­húsið í gegn og nú­tíma­væða svo fólki sé bjóðandi að vinna á Kaffi­vagn­in­um. Einnig er verið að laga veit­inga­sal­inn, en skemmd­ir hafi komið þar í ljós. Verkið sé unnið í góðu sam­starfi við eig­end­ur hús­næðis­ins.

„Við erum ekki að umbreyta neinu, við höld­um í gamla Kaffi­vagn­inn eins og hann var. Hann mun hafa sinn gamla sjarma og all­ir rétt­irn­ir verða á sín­um stað eins og smur­brauðið. Við bæt­um líka við flott­um bröns­mat­seðli,“ seg­ir Axel, en staður­inn verður opnaður á nýj­an leik í byrj­un maí nk. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert