Misboðið og vill afsökunarbeiðni

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra í ræðustól Alþingis.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra í ræðustól Alþingis. mbl.is/Karítas

Ólöf Björns­dótt­ir, fyrr­ver­andi tengda­móðir barns­föður Ásthild­ar Lóu Þórs­dótt­ur, kveðst í sam­tali við Morg­un­blaðið mis­boðið með því að Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra hafi í ræðupúlti Alþing­is sakað hana um eig­in­lega lygi.

Hún vill að for­sæt­is­ráðherra biðjist af­sök­un­ar vegna þessa, helst úr ræðupúlti Alþing­is þar sem orð henn­ar féllu upp­haf­lega.

Ólöf stend­ur föst á því að hún hafi farið fram á trúnað í sím­tali um er­indi sitt til for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins, sem varðaði Ásthildi Lóu þáver­andi mennta- og barna­málaráðherra, og að trúnaði hafi verið heitið um málið.

Kristrún svaraði óund­ir­bú­inni fyr­ir­spurn frá Hildi Sverr­is­dótt­ur þing­flokks­for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins á Alþingi 24. mars sl. um viðtöku for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins á er­indi Ólaf­ar Björns­dótt­ur.

„Það er ein­fald­lega þannig að það kom eng­in ósk um trúnað inn í for­sæt­is­ráðuneytið hvað varðar þetta mál,“ sagði Kristrún í pontu.

Í tíma­línu sem for­sæt­is­ráðuneytið sendi fjöl­miðlum 23. mars sl. er því aðeins vísað á bug að Ólöfu hafi verið heit­inn trúnaður. 

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag. Einnig má nálg­ast hana án end­ur­gjalds í Mogg­an­um, nýju appi Morg­un­blaðsins og mbl.is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert