Ómálefnalegt að smætta umræðuna í græna gímaldið

Vöruskemman við Álfabakka skyggir á íbúðirnar hinum megin við götuna.
Vöruskemman við Álfabakka skyggir á íbúðirnar hinum megin við götuna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hjálm­ar Sveins­son borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar tel­ur ómál­efna­legt að í umræðunni um þétt­ingu Breiðholts sé græna vöru­skemm­an við Álfa­bakka notuð sem „skap­alón“ og „mæli­kv­arði“.

Und­an­far­inn ára­tug hafi tíu þúsund íbúðir verið byggðar í Reykja­vík. 

„Mér finnst þetta líka aðeins svona vera angi af þess­ari nei­kvæðu umræðu. Að horfa ein­göngu á það sem að ekki tókst vel, þar sem voru gerð mis­tök, í stað þess að horfa á alla þessa mögu­leika sem eru þarna.“

Hjálm­ar nefn­ir sér­stak­lega í því sam­hengi fyr­ir­hugaða upp­bygg­ingu í Norður-Mjódd. 

Þetta kem­ur fram í máli hans á fundi borg­ar­stjórn­ar þar sem þétt­ing í Breiðholti og Grafar­vogi er til umræðu.

Hvorki upp­byggi­legt né mál­efna­legt

Helgi Áss Grét­ars­son og Marta Guðjóns­dótt­ir, borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins, beina máli sínu að græna gíma­ld­inu svo­kallaða, vöru­skemm­unni sem skygg­ir á íbúðir sem standa henni við hlið.

Helgi Áss seg­ir vöru­skemm­una hafa orðið til þess að mik­ill áhugi hafi vaknað á skipu­lags­mál­um í Breiðholti. Marta seg­ir meiri­hlut­ann í borg­inni haldna ofurþétt­ing­ar­áráttu.

Hjálm­ar sak­ar borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins um að smætta mál­flutn­ing­inn um þétt­ingu byggðar í Breiðholti „í þessa einu skemmu“. Hann seg­ir það hvorki upp­byggi­legt né mál­efna­legt.

„Ég end­ur­tek það að ég held að þess­ar upp­bygg­ingaráætlan­ir í Breiðholt­inu sé af hinu góða og verði heil­mik­il lyfti­stöng fyr­ir þetta gam­al­gróna hverfi,“ seg­ir Hjálm­ar og vek­ur at­hygli á því að um stærsta hverfi Reykja­vík­ur sé að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert