Persónuvernd kannar málið ef kvörtun berst

Forsætisráðuneytið er til húsa í Stjórnarráðshúsinu.
Forsætisráðuneytið er til húsa í Stjórnarráðshúsinu. mbl.is/Eyþór

Ólöf Björns­dótt­ir, fyrr­ver­andi tengda­móðir barns­föður Ásthild­ar Lóu Þórs­dótt­ur, kveður sér ekki hafa hug­kvæmst að senda Per­sónu­vernd er­indi vegna meðferðar for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins á per­sónu­upp­lýs­ing­um henn­ar.

Fyr­ir ligg­ur að aðstoðarmaður Kristrún­ar Frosta­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra tók skjá­skot af tölvu­pósti sem Ólöf sendi ráðuneyt­inu í fe­brú­ar þar sem hún óskaði eft­ir fundi með for­sæt­is­ráðherra vegna þáver­andi barna­málaráðherra, Ásthild­ar Lóu. Skjá­skotið, með fullu nafni Ólaf­ar, heim­il­is­fangi henn­ar og farsíma­núm­eri, sendi aðstoðarmaður Kristrún­ar áfram til aðstoðar­manns Ásthild­ar Lóu.

Þá ligg­ur fyr­ir að í kjöl­far of­an­greindra at­vika hafi Ásthild­ur Lóa nýtt þær per­sónu­upp­lýs­ing­ar með því að hringja ít­rekað í Ólöfu og mæta heim til henn­ar óboðin að kvöldi til.

Í fjöl­miðlaviðtali 20. mars sl., kvöldið sem Ásthild­ur Lóa til­kynnti að hún hygðist segja af sér sem ráðherra, upp­lýsti ráðherr­ann auk­in­held­ur um nafn Ólaf­ar og hver tengsl henn­ar við barns­föður Ásthild­ar Lóu væru.

Ólöf stend­ur föst á því að henni hafi verið heit­inn trúnaður um málið í sím­tali við Stjórn­ar­ráðið.

Ekki tekið af­stöðu

Helga Þóris­dótt­ir for­stjóri Per­sónu­vernd­ar seg­ir stofn­un­ina ekki hafa tekið mál Ólaf­ar Björns­dótt­ur til skoðunar og því geti stofn­un­in ekki tekið af­stöðu til þess að svo komnu máli.

„Ber­ist okk­ur hins veg­ar kvört­un vegna þess má gera ráð fyr­ir að kannað verði nán­ar hvort umkvört­un­ar­efnið heyr­ir und­ir gild­is­svið per­sónu­vernd­ar­laga, og þá eft­ir at­vik­um hvort meðferð upp­lýs­ing­anna var í sam­ræmi við þau lög,“ seg­ir enn frem­ur í svari Helgu við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins.

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag. Einnig má nálg­ast hana án end­ur­gjalds í Mogg­an­um, nýju appi Morg­un­blaðsins og mbl.is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert