Ráðherrar tjá sig ekki um ráð lögreglu

Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra gaf ekki kost á viðtali um …
Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra gaf ekki kost á viðtali um málið. mbl.is/Karítas

Hvorki Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir dóms­málaráðherra né Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, mennta- og barna­málaráðherra, vilja tjá sig um það ráð sem rík­is­lög­reglu­stjóri gaf Hand­knatt­leiks­sam­bandi Íslands að halda hand­bolta­lands­leiki Íslands og Ísra­els fyr­ir lukt­um dyr­um. Leik­irn­ir fara fram hér á landi á miðviku­dag og fimmtu­dag.

Lög­regl­an heyr­ir und­ir dóms­málaráðherra en íþrótta­mál und­ir mennta- og barna­málaráðherra og feng­ust þau skila­boð frá aðstoðar­manni dóms­málaráðherra að ráðherr­ann ætlaði ekki að tjá sig um málið. Heim­ir Már Pét­urs­son, fram­kvæmda- og upp­lýs­inga­stjóri þing­flokks Flokks fólks­ins, bar þau boð frá mennta- og barna­málaráðherra að hann gæfi ekki kost á viðtali um málið, en vísaði á dóms­málaráðherra til svara.

Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur greint frá því op­in­ber­lega að nei­kvæð umræða hafi átt sér stað í tengsl­um við fyr­ir­hugaða lands­leiki, en nokk­ur umræða er sögð hafa verið um leik­ina á spjallþráðum stuðnings­fólks Palestínu­manna sem dvelja hér á landi, flest­ir á grund­velli alþjóðlegr­ar vernd­ar.

Fram kom hjá rík­is­lög­reglu­stjóra að lög­regl­an hefði áhyggj­ur af því að leik­irn­ir kynnu að verða truflaðir, vænt­an­lega af stuðnings­fólki Palestínu­manna eða og þeim sjálf­um, en ekk­ert hef­ur komið fram um að þær hug­renn­ing­ar eigi við rök að styðjast.

Fjöln­ir Sæ­munds­son, formaður Lands­sam­bands lög­reglu­manna, sagðist í sam­tali við Morg­un­blaðið ekki vilja tjá sig um málið, kvaðst ekki hafa vitn­eskju um á hverju ráðlegg­ing­ar rík­is­lög­reglu­stjóra byggðust.

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag. Einnig má nálg­ast hana án end­ur­gjalds í Mogg­an­um, nýju appi Morg­un­blaðsins og mbl.is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert