Skilaboð lögreglustjórans: „Þurfum að vakna“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Úlfar Lúðvíks­son lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um kall­ar eft­ir frek­ari fjár­heim­ild­um, aukn­um mannafla og breyt­ingu á lög­um til að sinna landa­mæra­eft­ir­liti. Skila­boð hans til stjórn­mála­manna eru: „Við þurf­um að vakna.“

    Úlfar er gest­ur Dag­mála Morg­un­blaðsins í dag og ræðir þar um landa­mæra­eft­ir­lit á Kefla­vik­ur­flug­velli. Hann seg­ist nokkuð sátt­ur við eft­ir­lit og stöðu á ytri landa­mær­um Íslands en gera þyrfti bet­ur.

    Hann kall­ar eft­ir aukn­um fjár­heim­ild­um frá rík­is­sjóði upp á hálf­an millj­arð króna. Fram­lag til embætt­is­ins í ár er um þrír og hálf­ur millj­arður. Úlfar seg­ir að embættið þurfi að fjölga starfs­mönn­um á vell­in­um og hann tel­ur þörf á að ráða tíu til fjór­tán fanga­verði. Í dag eru tutt­ugu manns í gæslu­v­arðhaldi að kröfu embætt­is­ins. Þá kall­ar Úlfar eft­ir breyt­ingu á lög­um svo ger­legt sé að sinna starf­inu og þar með eft­ir­liti á landa­mær­un­um. 

    „Það þarf auðvitað að hlusta á þessa emb­ætt­is­menn sem standa þarna í fremstu línu. Það er ekki nóg gert. Við þurf­um að verja meira fjár­magni í lög­gæslu og land­helg­is­gæslu. Það blas­ir við. Það eru svona mín skila­boð,“ seg­ir Úlfar.

    Dug­ar ekki enda­laust að senda minn­is­blöð

    Hann er sann­færður um að það eru sókn­ar­færi til að tak­ast á við meðal ann­ars er­lenda glæpa­hópa sem skotið hafa rót­um á Íslandi. Úlfar seg­ist hafa fundið meðbyr frá Jóni Gunn­ars­syni og Guðrúnu Haf­steins­dótt­ur í þeirri viðleitni að bregðast við stöðunni. Þá seg­ist hann binda von­ir við nýj­an dóms­málaráðherra sem er Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir. „En það dug­ar ekki enda­laust að senda frá sér minn­is­blöð. Það dug­ar ekki enda­laust. Maður er sem emb­ætt­ismaður dá­lítið í þeim spor­um að senda minn­is­blöð sem að svo verður ekk­ert úr,“ seg­ir Úlfar í viðtal­inu.

    Frá­vís­un­um hef­ur fjölgað mikið en Úlfar tel­ur að gera þurfi bet­ur. „Þá tel ég fyr­ir sjálf­stæða þjóð þá get­um við, held ég gert miklu miklu bet­ur. Við þurf­um stífari út­lend­inga­lög­gjöf. Landa­mæra­lög­in ég þyrfti, eða lög­regla þyrfti að sjá all­ar þving­un­ar og frá­vís­un­ar- og brott­vís­un­ar­heim­ild­ir í landa­mæra­lög­un­um sjálf­um,“ seg­ir Úlfar.

    Hann tek­ur sem dæmi ef út­lend­ingi er frá­vísað á landa­mær­un­um og hann kær­ir frá­vís­un­ina til kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála þá er hon­um skipaður talsmaður og sá kostnaður fell­ur á ís­lensk­an al­menn­ing. Úlfar tel­ur rétt að af­nema þetta fyr­ir­komu­lag. „Skera á þenn­an þráð,“ eins og hann orðar það.

    Kall­ar eft­ir stuðningi rík­is­stjórn­ar, þings og þjóðar

    Úlfar er fyrst og fremst að horfa til þess að hægt sé að frá­vísa grunuðum brota­mönn­um eða fólki sem lík­ast til er að koma til að stunda svarta vinnu. Hann nefn­ir fólk frá Alban­íu, Georgíu og Norður Afr­íku. Hann tek­ur fram að hann er ekki að tala um þess­ar þjóðir í heild sinni en frá þess­um lönd­um og svæðum hafa komið ein­stak­ling­ar sem ekki eiga hefðbund­in er­indi til Íslands.

    Úlfar tel­ur Íslend­inga enn geta snúið þró­un­inni sér í hag og víða séu sókn­ar­færi til að bregðast starf­semi er­lendra glæpa­hópa hér á landi. Skila­boðin hans er skýr, eins og kom fram hér að ofan. „Við þurf­um bara að vakna.“

    Lög­reglu­stjór­inn á Suður­nesj­um kall­ar eft­ir stuðningi rík­is­stjórn­ar, þings og þjóðar.

    Þátt­ur­inn í heild sinn er aðgengi­leg­ur fyr­ir áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins.

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert