Taka húsnæðismál Ríkisútvarpsins til skoðunar

Stjórnendur í Efstaleiti meta nú húsnæðisþörf stofnunarinnar.
Stjórnendur í Efstaleiti meta nú húsnæðisþörf stofnunarinnar. mbl.is/Eggert

Stjórn­end­ur Rík­is­út­varps­ins vega nú og meta kosti þess að flytja starf­semi RÚV úr Efsta­leiti. Hús­næðismál voru rædd á fundi stjórn­ar Rík­is­út­varps­ins fyr­ir skemmstu og seg­ir út­varps­stjóri að á næst­unni verði framtíðarþörf fyr­ir hús­næði met­in.

Útvarps­húsið í Efsta­leiti er rúm­ir 16 þúsund fer­metr­ar að stærð. Húsið hef­ur um langt ára­bil þótt vera óhent­ugt og dýrt í rekstri. Sem kunn­ugt er hef­ur verið gripið til ým­issa aðgerða til að bæta fjár­hags­stöðu RÚV, til að mynda með sölu lóða und­ir íbúðir og með því að leigja hluta hús­næðis­ins til heimaþjón­ustu Reykja­vík­ur­borg­ar.

Rætt var á stjórn­ar­fundi RÚV að ef fyr­ir­tækið kæm­ist af með sjö þúsund fer­metra í stað þeirra 16 þúsund sem nú­ver­andi hús­næði er væri mögu­lega hag­kvæm­ara að koma sér fyr­ir í öðru hús­næði.

„Hús­næðismál­in hafa verið til skoðunar um nokk­urt skeið vegna vax­andi viðhalds- og rekstr­ar­kostnaðar nú­ver­andi hús­næðis í Efsta­leiti, sem tekið var í notk­un fyr­ir rúm­um 40 árum,“ seg­ir Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri.

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag. Einnig má nálg­ast hana án end­ur­gjalds í Mogg­an­um, nýju appi Morg­un­blaðsins og mbl.is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka