Von á umskiptum í veðrinu um helgina

Hitaspá Veðurstofu kl. 6 að morgni sunnudags.
Hitaspá Veðurstofu kl. 6 að morgni sunnudags. Kort/Veðurstofa Íslands

Lang­ur hlý­indakafli á land­inu verður á enda við lok vik­unn­ar ef marka má veður­spár. Sann­kölluð vor­blíða hef­ur leikið um lands­menn og ekki síst á aust­ur­helm­ingi lands­ins þar sem hit­inn komst í tæp­ar 18 gráður á Norðaust­ur­landi í gær.

„Þetta hef­ur verið tveggja til þriggja vikna hlý­indakafli en það verða um­skipti um helg­ina. Síðasti vel hlýi dag­ur­inn verður á morg­un en svo hall­ar hægt og ró­lega und­an,“ seg­ir Ein­ar Svein­björns­son, veður­fræðing­ur á Bliku, í sam­tali við mbl.is.

Ein­ar seg­ir að hæðin suðaust­ur und­an gefi sig og mjak­ist til aust­urs en hún hef­ur beint mildu lofti yfir landið að und­an­förnu.

„Þetta er ekki eins og stund­um er á vor­in, að eins og hendi sé veifað þá sé komið eitt­hvað annað veður. Þetta mun ger­ast á nokkr­um dög­um.“

Ein­ar seg­ir að í kort­un­um sé kóln­andi veður og að kuld­inn komi ekki úr norðri held­ur meira úr vestri og suðvestri.

Snjóað gæti fyrir norðan í næstu viku.
Snjóað gæti fyr­ir norðan í næstu viku. mbl.is/Þ​or­geir

Eng­in átök í veðrinu

„Mér sýn­ist að það verði eng­in átök í þessu, hvorki storm­ur né hríð. Hit­inn verður um eða und­ir meðallagi miðað við árs­tíma. Það verður sól og hiti á Suður­landi yfir dag­inn en frost á nótt­unni, og hit­inn verður um eða und­ir frost­marki fyr­ir norðan. Það gæti komið eitt­hvert hret og ein­hver snjó­koma fyr­ir norðan um miðja viku í dymb­il­vik­unni.“

Ein­ar seg­ist hafa verið að koma úr dekkja­skipt­um í morg­un og þar hafi menn haft á orði að páska­hret væri í vænd­um og að fólk þyrði ekki að fara í dekkja­skipti fyrr en páska­hretið væri yf­ir­staðið.

„Þetta er svo­lítið fast í þjóðarsál­inni að það komi alltaf páska­hret, al­veg burt­séð frá því hvenær pásk­arn­ir eru. Í fyrra voru til að mynda pásk­arn­ir liðnir á þess­um tíma.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert