Verið er að berja harkalega á eina hurðina að keppnissalnum á Ásvöllum að utan. Þá heyrast öskur inn á völlinn. Kvennalandslið Íslands í handbolta spilar þar leik sinn gegn Ísrael fyrir luktum dyrum, en mótmæli standa yfir fyrir utan.
Frekar mikil læti eru í salnum og kveikt hefur verið á tónlist. Leikurinn er því spilaður með tónlist undir.
Þá er búið að líma fyrir hurðirnar en öskur mótmælenda heyrist þó vel inn í salinn.
Óhljóðin hófust á 40. mínútu og hafa staðið yfir í meira en tíu mínútur, en skammt er eftir af leiknum þegar þetta er skrifað.