Barið á hurðir á Ásvöllum

Í hálfleik voru mótmælendur fyrir utan aðalinnganginn að Ásvöllum.
Í hálfleik voru mótmælendur fyrir utan aðalinnganginn að Ásvöllum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verið er að berja harka­lega á eina hurðina að keppn­is­saln­um á Ásvöll­um að utan. Þá heyr­ast ösk­ur inn á völl­inn. Kvenna­landslið Íslands í hand­bolta spil­ar þar leik sinn gegn Ísra­el fyr­ir lukt­um dyr­um, en mót­mæli standa yfir fyr­ir utan. 

Frek­ar mik­il læti eru í saln­um og kveikt hef­ur verið á tónlist. Leik­ur­inn er því spilaður með tónlist und­ir. 

Þá er búið að líma fyr­ir hurðirn­ar en ösk­ur mót­mæl­enda heyr­ist þó vel inn í sal­inn. 

Óhljóðin hóf­ust á 40. mín­útu og hafa staðið yfir í meira en tíu mín­út­ur, en skammt er eft­ir af leikn­um þegar þetta er skrifað. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka