Bilun í stofnneti Ljósleiðarans olli vandræðunum

Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, móðurfélags Vodafone, segir í samtali …
Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, móðurfélags Vodafone, segir í samtali við mbl.is að ansi mikið hafi legið niðri í kvöld. Samsett mynd/Aðsend/mbl.is/Árni Sæberg/Atli Már

Ástæðu þess að kerfi Voda­fo­ne á Íslandi lágu niðri um stund á tí­unda tím­an­um í kvöld má rekja til bil­un­ar í búnaði frá birgja.

Þetta seg­ir Her­dís Dröfn Fjeld­sted, for­stjóri Sýn­ar, móður­fé­lags Voda­fo­ne, í sam­tali við mbl.is.

Víðtæk áhrif í um 20 mín­út­ur

Birg­inn sem Her­dís vís­ar til er Orku­veita Reykja­vík­ur eða öllu held­ur Ljós­leiðar­inn. Í til­kynn­ingu frá Orku­veit­unni seg­ir að klukk­an 21.10 í kvöld hafi orðið bil­un í stofnn­eti Ljós­leiðarans sem olli víðtæk­um áhrif­um á net­sam­band viðskipta­vina.

„Hafði þetta áhrif á viðskipta­vini Voda­fo­ne og voru víðtæk áhrif á netþjón­ustu í um 20 mín­út­ur. Ekki er vitað á þess­ari stundu hvað olli bil­un­inni en unnið er að grein­ingu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Innt eft­ir því hversu víðtæk bil­un­in hafi verið á kerf­um Voda­fo­ne seg­ir Her­dís ansi mikið hafa legið niðri.

„Það var hægt að hringja og þess hátt­ar en það lá ansi mikið niðri. Við erum bara að greina þetta í raun og veru og hvað þetta var.“

Öll kerfi Voda­fo­ne virka núna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert