Borgin bakkar í Breiðholti

Vinsælt útivistarsvæði í miðju hverfis. Hér stóð til að byggja …
Vinsælt útivistarsvæði í miðju hverfis. Hér stóð til að byggja 75-100 íbúðir, sem nú hefur verið fallið frá. mbl.is/Árni Sæberg

„Fólki líst ekki á blik­una. Þetta er veru­leg­ur fjöldi íbúða sem á að bæt­ast við hverfið. Auðvitað vilj­um við bjóða fólk vel­komið í hverfið okk­ar en það er margt sem þarf að taka til­lit til.“

Þetta seg­ir Jó­hanna Dýrunn Jóns­dótt­ir, formaður íbúa­sam­tak­anna í Breiðholti og vara­borg­ar­full­trúi Viðreisn­ar, innt eft­ir viðbrögðum um hug­mynd­ir borg­ar­inn­ar um að reisa 1.700 íbúðir á þétt­ing­ar­reit­um inn­an hverf­is­ins eins og greint var frá hér í blaðinu í gær. Reykja­vík­ur­borg hef­ur þegar dregið í land og fallið frá þeim hug­mynd­um að byggja 100 íbúðir við tjörn­ina í Selja­hverfi. Blaðið kallaði eft­ir frek­ari gögn­um frá borg­inni í kjöl­far frétt­ar­inn­ar í gær og fékk þá þau svör að nú væru eng­in áform um upp­bygg­ingu íbúða á þess­um til­tekna reit.

Jó­hanna seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að sam­hliða upp­bygg­ingu í hverf­inu verði að gera ráð fyr­ir auk­inni þjón­ustu. Eins og staðan sé núna sé ekki gert ráð fyr­ir frek­ari upp­bygg­ingu á leik- og grunn­skól­um í hverf­inu, fyr­ir utan leik­skóla í Arn­ar­bakka.

Þá seg­ir hún íbúa í Stekkj­um og Bökk­um hafa haft veru­leg­ar áhyggj­ur af fyr­ir­hugaðri upp­bygg­ingu á þétt­ing­ar­reit­um í Neðra-Breiðholti þar sem til stend­ur að reisa sam­tals 800 íbúðir í Norður-Mjódd og á lóð Sam­bíó­anna. „Þau hafa haft áhyggj­ur af hæð húsa sem eiga að vera á svæðinu og hvernig skugga­varp og annað verður fyr­ir nú­ver­andi byggð,“ seg­ir hún. Fyrsti fasi umræðna um upp­bygg­ingu fer fram í um­hverf­is- og skipu­lags­ráði í dag, þar sem upp­bygg­ing í Suður­hól­um og Norður-­Mjódd verður rædd.

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag. Einnig má nálg­ast hana án end­ur­gjalds í Mogg­an­um, nýju appi Morg­un­blaðsins og mbl.is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert