Dægurhiti aldrei hærri í Reykjavík í apríl

Meðaldægurhiti í Reykjavík mældist 10 gráður í dag, 9. apríl. …
Meðaldægurhiti í Reykjavík mældist 10 gráður í dag, 9. apríl. Það er eiginlega met að sögn Einars Sveinbjörnssonar. mbl.is/Karítas

„Eig­in­lega“ hita­met féll í Reykja­vík í dag þegar meðal­hiti átta at­hug­ana reynd­ist vera 10,0 gráður. Hef­ur dæg­ur­hiti aldrei náð 10 stig­um í Reykja­vík svo snemma árs­ins sem nú. 

Ein­ar Svein­björns­son veður­fræðing­ur grein­ir frá þessu á Face­book-síðu veður­vefs­ins Bliku. Hann seg­ir dag­leg­ar mæl­ing­ar sem hann hef­ur und­ir hönd­um vera frá 1901. 

Það ár sem kemst næst þess­um tíu gráðum mæld­ist árið 1928, þegar dæg­ur­hiti reiknaðist 9,8 gráður 3. apríl það ár. 

„En það var víðar sem dæg­ur­hit­inn náði 10 stig­um vest­an­lands, m.a. í Stykk­is­hólmi og eins í Húsa­felli þar sem hann reynd­ist 10,9°C. Það sam­svar­ar nokk­urn veg­inn meðal­hita í júlí!
Og auðvitað er þetta stór­frétt og verður enn stærri í aug­um veður­meta­klúbbs­ins ef ekki finnst sam­bæri­leg­ur eða hærri hiti í Stykk­is­hólmi, með sína löngu og merki­legu mælaröð.
Ní­undi apríl nú á sér full­komna veðurand­stæðu, kannski ekki eig­in­legt met, en veður sem minnst er á oft og iðulega, þó langt sé um liðið,“ skrif­ar Ein­ar.


 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert