Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Lögregla rannsakar andlát manns úr Þorlákshöfn.
Lögregla rannsakar andlát manns úr Þorlákshöfn. Samsett mynd/mbl.is/Eggert/Sigurður Bogi
Héraðsdóm­ur Suður­lands hef­ur samþykkt áfram­hald­andi gæslu­v­arðhalds­beiðni yfir þrem­ur sak­born­ing­um í frels­is­svipt­ing­ar-, fjár­kúg­un­ar- og mann­dráps­máli sem upp kom 10. mars. Gæslu­v­arðhaldið er til fjög­urra vikna.
Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á Suður­landi. 

Rann­sókn miði vel 

„Héraðsdóm­ur Suður­lands úr­sk­urðaði í gær­kvöldi að menn­irn­ir skyldu all­ir þrír sæta gæslu­v­arðhaldi næstu fjór­ar vik­ur á grund­velli al­manna­hags­muna. Rann­sókn máls­ins miðar vel og hef­ur lög­regl­an á Suður­landi eins og áður hef­ur komið fram notið aðstoðar lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, embætt­is héraðssak­sókn­ara og embætt­is rík­is­lög­reglu­stjóra við hana,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert