„Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í gærkvöldi að mennirnir skyldu allir þrír sæta gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikur á grundvelli almannahagsmuna. Rannsókn málsins miðar vel og hefur lögreglan á Suðurlandi eins og áður hefur komið fram notið aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, embættis héraðssaksóknara og embættis ríkislögreglustjóra við hana,“ segir í tilkynningu.