Hryssurnar upplifi mikinn ótta og sársauka

Folöld þeirra 5.000 hryssa sem notaðar eru í blóðmerahaldi líða …
Folöld þeirra 5.000 hryssa sem notaðar eru í blóðmerahaldi líða líka fyrir framkvæmdina. Þeim er haldið frá mæðrum sínum á meðan blóðtöku stendur og fyllast skelfingu. Auk þess er ekki markaður fyrir þennan fjölda folalda þannig að langstærstum hluta þeirra er slátrað sem „aukaafurð“ við framleiðslu PMSG-hormónsins. Sigríður Atladóttir

Ísland er eina landið í Evr­ópu sem leyf­ir blóðmera­hald og geng­ur starf­sem­in langt um­fram alþjóðleg viðmið. Nýj­ar upp­tök­ur sýna hryss­ur á Íslandi vera lamd­ar og afli beitt til að binda þær. Íslensk stjórn­völd hafa fengið form­lega áminn­ingu frá ESA, eft­ir­lits­stofn­un EFTA, vegna þess að regl­um um vernd dýra hef­ur ekki verið fylgt.

Dýra­vernd­un­ar­sam­band Íslands (DÍS) og þýsk/​sviss­nesku dýra­vernd­ar­sam­tök­in AWF og TSB sendu frá sér til­kynn­ingu í kvöld.

Ný rann­sókn AWF/​TSB sýn­ir kerf­is­bundið harðræði gegn hross­um í blóðtöku við fram­leiðslu á PMSG-horm­óni. Dýra­vel­ferðarsam­tök kalla eft­ir taf­ar­lausu banni á fram­leiðslu, inn­flutn­ingi og notk­un frjó­sem­is­horm­óns sem er fram­leitt með óá­sætt­an­leg­um aðferðum og skora á stjórn­völd að bregðast við og stöðva fram­leiðslu, inn­flutn­ing og notk­un á frjó­sem­is­horm­ón­inu PMSG (Pregn­ant Mare Ser­um Gona­dot­rop­in).

Hyggj­ast kæra brot­in til lög­reglu

AWF og TSB hafa aflað upp­lýs­inga um slæm­an aðbúnað við blóðtöku á ís­lensk­um bæj­um frá ár­inu 2019. Ný skýrsla um stöðuna frá sept­em­ber 2024 sýn­ir að enn viðgang­ist ill meðferð hrossa á bæj­um þar sem blóðtaka er stunduð til að fram­leiða PMSG horm­ónið.

„Þess­ir er­lendu sam­starfsaðilar okk­ar hafa árum sam­an dregið fram skýr dæmi þess að blóðtaka úr fylfull­um hryss­um get­ur ekki staðist lög um vel­ferð dýra. Stjórn­völd hafa allt of lengi leyft þess­ari illu meðferð á dýr­um að viðgang­ast, þvert gegn betri vit­und,“ er haft eft­ir Andrési Inga Jóns­syni, fram­kvæmda­stjóra Dýra­vernd­ar­sam­bands Íslands, úr til­kynn­ing­unni.

Sam­tök­in þrjú hyggj­ast í sam­ein­ingu kæra til lög­reglu þau brot á lög­um um dýra­vel­ferð sem sjást á upp­tök­un­um.

„Mat­væla­stofn­un tók sér hátt í hálft ár til þess að ákveða hvort um brot væri að ræða og niðurstaða stofn­un­ar­inn­ar er sú að hún finni aðeins eitt frá­vik. Ekki er að sjá að því hafi fylgt stjórn­sýslu­leg­ar af­leiðing­ar. Það er óá­sætt­an­legt að stjórn­völd grípi ekki taf­ar­laust inn í til að tryggja vel­ferð dýra,“ er einnig haft eft­ir Andrési.

„Fimm lítr­ar eru tekn­ir í hvert sinn“

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að hryss­urn­ar, sem séu lítið sem ekk­ert tamd­ar, upp­lifi mik­inn ótta og sárs­auka við blóðtök­una. Nýj­ar upp­tök­ur sýni dýr­in vera lam­in, ýtt í þau með prik­um og viðar­plönk­um og afli beitt til að binda þau. Höfuð hryss­anna séu bund­in upp í ónátt­úru­lega stöðu sem skapi hættu á skaða, sér­stak­lega á viðkvæmu svæðinu í kring­um háls­inn á dýr­un­um.

„Blóðtak­an fer fram viku­lega á átta vikna tíma­bili. Fimm lítr­ar eru tekn­ir í hvert sinn úr fylfull­um hryss­um, en það er langt um­fram alþjóðleg viðmið. Þetta veld­ur þreföldu álagi – hryss­urn­ar eru oft­ast mjólk­andi og með fol­ald með sér, auk þess að vera fylfull­ar og þurfa að bæta fyr­ir blóðmissinn,“ er haft eft­ir Sa­br­inu Gurtner, verk­efna­stjóra hjá AWF og TSB.

Seg­ir einnig að fol­öld þeirra 5.000 hryssa sem notaðar eru í blóðmera­haldi líði líka fyr­ir fram­kvæmd­ina. Mörg­um þeirra sé haldið frá mæðrum sín­um á meðan blóðtöku stend­ur og þau fyll­ist skelf­ingu. Auk þess sé ekki markaður fyr­ir þenn­an fjölda fol­alda og sé lang­stærst­um hluta þeirra því slátrað sem „auka­af­urð“ við fram­leiðslu PMSG-horm­óns­ins.

PMSG er aðallega notað við rækt­un svína í verk­smiðju­bú­skap, þar er það nýtt til að stýra því hvenær gylt­ur gjóta en það eyk­ur einnig frjó­semi þeirra.

Aðrar leiðir eru í boði til að ná þeim mark­miðum, leiðir sem taka meira mið af þörf­um dýr­anna sjálfra.

Segja Mat­væla­stofn­un hafa bognað und­an þrýst­ingi Ísteka

Í til­kynn­ing­unni kem­ur fram að líf­tæknifyr­ir­tækið Ísteka hafi ít­rekað brugðist við um­fjöll­un um slæma meðferð hryssa með því að halda því fram að um ein­angruð til­felli sé að ræða. Þessi nýj­asta rann­sókn AWF og TSB sýni hins veg­ar að ill meðferð á dýr­um sé kerf­is­bund­in.

Þá hafi Ísteka lofað úr­bót­um árum sam­an.

„Eft­ir rúm 40 ár í blóðbrans­an­um ætti Ísteka að vera orðið ljóst að það er ekki hægt að taka blóð úr ótömd­um hryss­um án þess að beita of­beldi,“ er haft eft­ir Gurtner.

Seg­ir einnig í til­kynn­ing­unni að iðnaður­inn sé ábata­sam­ur. Útflutn­ings­verðmæti PMSG hafi náð metupp­hæð árið 2024, 1.740 millj­ón krón­um, og Ísteka hagn­ast um hundruð millj­óna á ári. Árið 2022 hafi Ísteka fengið starfs­leyfi til að fram­leiða PMSG til þriggja ára.

Íslensk stjórn­völd hafi fengið form­lega áminn­ingu frá ESA, eft­ir­lits­stofn­un EFTA, eft­ir að hóp­ur fé­laga­sam­taka kvartaði und­an því að regl­um um vernd dýra hefði ekki verið fylgt. Þrátt fyr­ir það hafi Mat­væla­stofn­un ákveðið að starfs­leyfi fyr­ir­tæk­is­ins myndi halda gildi til októ­ber 2025.

Eina land Evr­ópu þar sem blóðmera­hald viðgengst

Ísland er eina land Evr­ópu þar sem blóðmera­hald viðgengst. Blóðtak­an geng­ur gegn vel­ferð dýra og siðferðileg­um viðmiðum um dýra­hald. Dýra­vernd­ar­sam­band Íslands, AWF, TSB og sam­starfsaðilar í fjölda ríkja kalla þess vegna eft­ir banni.

„Blóðmera­hald er þess eðlis að það er ekki hægt að tryggja mannúðlega meðferð dýr­anna, en þannig starf­semi þarf ein­fald­lega að af­leggja. Við skor­um þess vegna á stjórn­völd að banna blóðmera­hald fyr­ir fullt og allt,“ er haft eft­ir Andrési. 

Að lág­marki þurfi ís­lensk stjórn­völd að tryggja að Ísteka fái ekki end­ur­nýjað starfs­leyfi til blóðtöku úr fylfull­um hryss­um, en nú­ver­andi leyfi fyr­ir­tæk­is­ins renn­ur út í októ­ber 2025.

„MAST má ekki og get­ur ekki end­ur­nýjað leyfi Ísteka í nú­ver­andi lagaum­hverfi. Þetta býður Íslandi upp á að loka þess­um myrka kafla í sögu sinni og sýna gott for­dæmi á sviði dýra­vel­ferðar,” er haft eft­ir Sa­br­inu Gurtner frá dýra­vernd­ar­sam­tök­un­um AWF/​TSB.

Heim­ilda­mynd um stöðu blóðmera­halds á Íslandi er aðgengi­leg á youtu­be.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert